Að tala um ofdrykkju - ótímabærar áherslur og ásakanir: Pistill 3

Jafnvel þótt þú forðist stimplun (sjá pistil 2) og hlutdrægni (pistill 1) gagnvart tvístígandi vini, getur það leitt til mótstöðu ef þú og vinur þinn vilja leggja áheyrslu á ólík atriði.

 

Margir hafa tilhneigingu til að vilja skilgreina og skerpa á atriðum sem þeir telja að séu vandamál þess sem á við áfengisvanda að stríða. Sá hinn sami getur aftur á móti haft önnur mikilvægari áhyggjuefni og er ekki endilega sammála því mikilvægi sem þú leggur á þetta tiltekna „vandamál” þ.e. áfengisneysluna. Málið er að forðast baráttu um hvert sé rétta umræðuefnið í upphafi samræðna til að minka líkurnar á valdabaráttu. Byrjaðu á að ræða áhyggjur þess sem í hlut á, frekar en það sem ÞÚ heldur að sé mikilvægt að ræða. Fyrr en síðar skarast þessi áhyggjuefni við áfengisneysluna. Til dæmis, ef vinur þinn hefur áhyggjur af börnum sínum, er óhjákvæmilegt að áhrif neyslu hans á börnin komi fyrr eða síðar inn í umræðuna á eðlilegan hátt.

 

DÆMI: Í Nýju Mexico er undirstaðan í áfengis- og eiturlyfjameðferð fyrir konur byggð á þessum aðferðum. Fagfólkið þar fann út að konur sem komu í meðferð höfðu almennt mörg önnur stærri áhyggjuefni en misnotkun á áfengi og öðrum eiturlyfjum. Þær höfðu oft áhyggjur af heilsunni, áttu í vanda með að sinna börnum sínum og standa sig sem foreldri, vantaði húsnæði og voru oft í áfalli eftir andlegt og líkamlegt ofbeldi. Þessar konur höfðu um margt að tala og ef ráðgjafinn reyndi of fljótt að leggja áherslu á vímuefnamisnotkun var konan líkleg til að hætta í meðferðinni. Aftur á móti, ef ráðgjafinn hlustaði og ræddi aðaláhyggjuefni konunnar, bárust samræðurnar undantekningalaust að hlutverki áfengisins og annar vímuefna í lífi hennar.

(Heimild: Miller & Rollnick)

 

Forðist ásakanir! Í langflestum tilvikum er fólk meðvitað um hvaða áhrif neyslan hefur á umhverfi þess enda koma slíkar áhyggjur mjög fljótlega fram í opnum og fordómalausum viðræðum við ofneytendur alkóhóls og þá er hægt að nýta þær sem jákvætt afl til breytinga. Hinsvegar er afar eðlilegt að fólk fari í vörn ef það er “lamið í hausinn” með ásökunum eins og: “Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að þessi drykkja þín er á góðri leið með að eyðileggja börnin þín”. Í þeim tilvikum fer fólk í vörn og fer að telja sjálfu sér og andmælandanum trú um að þetta sé nú alger vitleysa. Í stað þess að vera afl til jákvæðra breytinga verður þetta hemill á breytingar og í versta falli afl sem ýtir viðkomandi í öfuga átt.

 Næsti pistill kemur e.t.v., ? – eða kannski er þetta bara orðið gott?Smile
mbl.is Ölvun og slagsmál á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Mjög áhugavert að lesa þinn pistil,því fyrir mér er þetta nakinn sanleikurinn.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 11:56

2 identicon

Þessir pistlar þínir eru mjög hressandi og mjög jákvætt innlegg í umræðuna. Ég hefði allavegana áhuga á að lesa fleiri pistla hjá þér um þessi mál.

Valdís (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 14:45

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

þetta er málið. Fólk vill tala um það sem því liggur á hjarta. Um hvað vill fólk sem lent hefur í alvarlegu bílslýsi og misst ástvín tala um? Pólitík? Því miður hefur hin mkla ofuráherlsa á kenningar fælt frá, en Ísland er sennilega mesta stimlagerð í heimi í þessum efnum. Um hvað vill kona sem hefur bæði orðið fyrir kynferðislegri misnotkun sem barn og hefur verið niðurlægð og smánuð meðan á neyslunni stóð ræða um? Sjúkdómshugatakið? Um hvað vildi fólk tala sem lifði af helföruna í seinna stríði? Frímerkjasöfnun?

Góður pistill hjá þér. Komdu með fleiri, ég skora á þig.

Benedikt Halldórsson, 22.4.2007 kl. 14:52

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sammála... fleiri pistla... takk fyrir mig - Kv. Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 18:39

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég finn mikinn samhljóm hjá mér og minni meðferðarvinnu í þessum skrifum. Áfram! 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.4.2007 kl. 21:56

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er asnalega orðað hjá mér, en vonandi veistu við hvað ég á!? (Ein obsessive-compulsive...)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.4.2007 kl. 21:57

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já, ég held að ég viti alveg hvað þú ert að fara.

arh

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.4.2007 kl. 17:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband