Að tala um fíkn - BREYTINGATAL: Pistill 5

Einfaldasta og beinasta nálgunin til að opna umræður um fíkn er hreinlega að spyrja. Opnar spurningar er hægt að nota til að kanna skilning og áhyggjur þess sem við höfum áhyggjur af. Ekki samt spyrja hvort vinur þinn hafi slíkar áhyggjur t.d: ”Heldur þú að þú eigir við vandamál að stríða?” Gerðu í stað þess ráð fyrir að hann/hún séu tvístígandi og hafi slíkar áhyggjur. Hér að neðan eru nokkur dæmi um opnar spurningar sem eru vel til þess fallnar að framkalla jákvætt breytingatal:

  Spurningar um ókosti óbreytts ástands:Er eitthvað sem veldur þér áhyggjum um stöðu þína í dag?Er eitthvað sem fær þig til að halda að þú þurfir að gera einhverjar breytingar á lífi þínu?Er eitthvað varðandi þinn lífsstíl, sem aðrir gætu haft áhyggjur af?Að hvaða leyti veldur þetta þér áhyggjum?Hvað heldur þú að muni gerast ef þú breytir engu? 

Spurningar um kosti breytinga:Hvernig mundir þú vilja að hlutirnir breyttust?Hverjir væru kostir þess að gera þessa breytingu?Hversu fullviss ert þú um að geta gert þessar breytingar?Hvað (ef eitthvað) væri gott við það að breyta venjum þínum?Ef þú gætir breytt þessu strax með göldrum, hvernig yrði lífið betra hjá þér? 

Spurningar um áform um breytingar:Hvaða skoðun hefur þú á þinni eigin alkahólneyslu á þessu stigi?Hvað heldur þú að þú munir gera?Hversu mikilvægt er það fyrir þig? Hversu mikið viltu gera þetta?Hvað mundir þú vera tilbúin að reyna?Hvað ætlast þú fyrir? 

Þegar vinur þinn hefur sjálfur komist að þeirri niðurstöðu að einhverju verði að breyta verður þú að varast þá tilhneigingu að halda áfram og finna fleiri rök fyrir því að hann þurfi að breytast. Staldraðu heldur við og veltu upp spurningum sem tengjast því sem hann sjálfur er að pæla í. Til eru nokkrar leiðir/aðferðir til þessa: ·        Spyrja um nánari útskýringu: Hvernig? Hve mikið? Hvenær?·        Spyrja um tiltekið/afmarkað dæmi.·        Syrja um lýsingu á síðasta atburði. DÆMI: 

VINSI: Ætli ég verði ekki að draga eitthvað úr drykkjunni a.m.k. í miðri viku.

ÞÚ: Á hvaða hátt er það áhyggjuefni? 

VINSI: Ég er þunnur í vinnunni og er farinn að vakna upp um miðja nótt og á erfitt með að sofna aftur ef ég tek ekki svefnlyf. Svo fer þetta illa í Stínu. 

ÞÚ: Segðu mér hvernig venjuleg vika lýtur út hjá þér. 

VINSI: Ég sötra þetta 4-6 bjóra á kvöldin um það bil annan hvern dag og tek stundum 2-3 tvöfalda af sterku líka, þó alls ekki alltaf. Það er svo meira um helgar, en ég er mjög sjaldan fullur. 

ÞÚ: Svo þér finnst þetta dálítið mikið svona samanlagt. 

VINSI: Já, eiginlega þyrfti ég að takmarka drykkjuna við frídaga, en þetta hjálpar mér að slaka á þegar ég kem heim á kvöldin eftir stressaðan dag. 

ÞÚ: Þú hefur áhyggjur af því að þetta sé að verða aðeins of mikið. 

VINSI: Já, ég finn að ég verða að draga úr þessu. 

ÞÚ: Getur þú lýst því nánar fyrir mér hvernig þetta hefur áhrif á líf þitt í dag og hvað þú hefur áhyggjur af að geti gerst í framtíðinni.    

Að spyrja um verstu og bestu afleiðingarnar (öfgarnar): Þegar ekki virðist mikill áhugi/löngun fyrir lífstílsbreytingu er hægt að leiða viðtalið áfram með spurningum um “verstu hugsanlegu afleiðingarnar” með því að biðja viðkomandi að lýsa því hverjar verstu afleiðingarnar gætu orðið ef engar breytingar verða: “Hvað er það versta sem getur gerst ef þú breytir ekki venjum þínum til lengri tíma litið?”  “Hvað veist þú um afleiðingar langvarandi áfengisneyslu áfengisdrykkju ?” 

Hin hliðin er að biðja viðkomandi að ímynda sér mesta og besta ávinninginn af því að breyta um lífsstíl: “Hver getur þú ímyndað þér að yrði mesti ávinningur þinn með því að breyta um lífsstíl?”  “Ef þér tækist fullkomlega að breyta um lífsstíl, hvernig væri líf þitt þá?”   

Næsti pistill fjallar um lífsgildi og hvernig nota má skemmtilega “samkvæmisleiki” í lífsgildum til að laða fram vilja til lífsstílsbreytinga.

Kveðja: Sáli í Svíþjóð


mbl.is Fíkniefni fundust við húsleit í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Asskoti góður pistill hjá þér kæri sáli.  Málið er að ég hef ekki enn hitt fyrir þann alkóhólista sem er til í að ræða málin á þessum nótum nema kannski helst í þynnkunni og síðan er það búið og gleymt 2 dögum síðar.  En ég hef ekki heldur verið "ute att ragga alkisar"

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 16:26

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

OK Jenný,

skil hvað þú meinar.

Málið er að flestir "alkólistar" hafa aldrei fengið möguleika á að ræða ástandið á þessum nótum í upphafi. Flestir hafa bara mætt ásökunum og fordómunum og farið í vörn, sem hefur ýtt þeim lengra inní "afneitun". Athugaðu líka að ég er ekki endilega að tala bara um "alkóhólista" heldur fólk sem notar alkóhólí óhófi = "risk sers", (sumir eru líklega "alkóhólistar" eða á leiðinni þangað).

Minn markhópur er þessi stóri hópur fólks (e.t.v. 20 % af alkóhólneytendum sem eru yfir 40 ára?) sem ofnotar alhóhól. Fólk sem getur mjög auðveldlega verið á leiðinni inní "alkóhólisma".

 Pistlarnir eru því miður dálítið úr samhengi vegna þess að þeir eru svo stuttir hvor um sig. Vonandi smellur þetta saman að lokum og meikar sens ?!

Kveðja frá Svíþjóð: Sáli

Ásgeir Rúnar Helgason, 26.4.2007 kl. 21:22

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Góðir pistlar að venju. Mörg okkar hafa kynnst svona drykkjuskap. Ég held að sálfræðivandamál tengd drykkjuskap sé mikið vanmetin. Gúddí fílingurinn með nokkrum drykkjum er tvímælalaust af hinu góða. Ef það er í hófi (2-4 drykkir) og ekki oftar en einu sinni í viku eða 2ja vikna fresti. En eftir drykkju, með tilheyrandi timburmönnum er oft hugarfarsbreyting sem getur verið flókin. Sumir tala um bömmer, eða skammast sín fyrir að hafa sagt hluti etc. En ég held að þarna sé um að ræða sálar-sprungu, ef svo má að orði komast. Stöku sinnum skiptir litlu máli, en ef drykkjan er stöðug, verður sálarkreppan stöðug líka með tilheyrandi smækkun á sjálfsáliti.

Fíkn birtist í mörgum formum og er ábyggilega tengd einhvern veginn. Gaman væri líka að sjá grein um net- og tölvufíkn.

Kveðjur úr fyrirheitna landinu

Ólafur Þórðarson, 27.4.2007 kl. 13:56

4 identicon

Sæll Ásgeir núna ertu að tala um hluti sem hafa verið bannvara hérna á Islandi. Mjög viðkvæmt mál vegna þess að SÁÁ hefur eingöngu notað 12 sporakerfið með stæl hérna og ekkert annað hefur komið til umræðu og einstaklingar sem eru á áhættusvæðinu (riskzoon) fá aldrei möguleika á því að hugsa sig um sem gerir það að verkum að þeir fara beint í afneitun. Er þessi aðferð sem þú ert að tala um sem bandaríkjamenn kalla "clinical applications of Cognitive Therapy"?

Takk fyrir þessar greinar þínar þetta setur af stað meir umræður á vinnustöðum. Vonadi kemur meira frá þér

kveðja H Kjartan Bjarnason

Helgi Kjartan Bjarnason (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 21:47

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fer nú bráðum að auglýsa síðuna þína á minni svo sem flestir fái að lesa þessa góðu pistla þína.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.4.2007 kl. 00:17

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sael veridi!

Nu er eg a litlu hoteli uti buskanum. Hef ekki verid i internetsambandi um hrid. Her eru engir islenskir bokstafir og eg get ekki kopplad upp tölvuna mina. Skrifa meira i naestu viku thegar eg kem heim.

Bless i bili: asgeir a flakki

Ásgeir Rúnar Helgason, 29.4.2007 kl. 11:12

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Veffari: Jú við erum að vinna með ólíkar birtingamyndir fíknar hér í vinnunni hjá mér m.a. alkóhól, tóbak, kynlíf og spil. Netfíkn er þó ekki á borðinu enn þó það sé vissulega þarft mál.

Helgi Kjartan: Jú, það er alvarlegt mál ef ein meðferðarstefna kæfir aðrar, mismunandi markhópar þurfa jú oft mismunandi nálgun.

Ásdís: Takk fyrir!

Inga Bára: Þegar ég skrifaði þetta var ég kominn aftur til Svíþjóðar en var útá lítilli eyju á vesturströndinni sem hafði afar frumstæðan aðgang að netinu.

Kveðja frá sála í Svíþjóð:

Ásgeir Rúnar Helgason, 1.5.2007 kl. 19:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband