LÍFSGILDI - Samtal um fíkn : Pistill 6

Ein aðferð til að koma af stað jákvæðu tali um lífsstílsbreytingar hjá vini þínum er að ræða um lífsgildi. Hvað sé mikilvægast í lífi hans/hennar. Forgangsröðun vinar þíns getur verið gjörólík þinni eigin, en allir eiga sér einhver markmið, væntingar og lífsgildi. Greining á því hver þau eru gefa tækifæri til skírskotunar og samanburðar þeirra við “óbreytt ástand”.  Hvaða markmið og lífsgildi eru þessum einstaklingi kærust?  

Tilgangur þessara spurninga að finna ósamræmi milli hegðunar/lífsstíls og mikilvægra lífsgilda og viðhorfa.  Þegar þýðingarmestu gildi viðkomandi hafa verið greind, er hægt að spyrja hvernig þessi forgangsröðun samræmist  lífsstíl viðkomandi (t.d. áfengisdrykkju).   DÆMI: 

VINSI: “Af 30 lífsgildum sem eru mér kær hef ég valið út 3 atriði sem þrátt fyrir allt eru mér kærust, en það eru: Fjölskyldan, hamingja barnanna minna og góð heilsa.”  

ÞÚ: Hefur áfengisneysla þín áhrif á fjölskyldu þína eða hamingju barnanna þinna eða þína eigin heilsu? 

-------------------- 

Megintilgangur þessa er s.s að greina og varpa ljósi á mótsögnina sem felst í núverandi lífsstíl/hegðun og þeim lífsgildum sem eru viðkomandi mikilvægust. Til eru einfaldar og skemmtilegar aðferðir til að greina lífsgildi t.d. lífsgildakortin (sem líta út eins og spil). Á hverju “spili” er eitt lífsgildi t.d. “fjölskyldan” eða “trú á Guð” eða “ríkidæmi” o.s.f. Þú byrjar á því að flokka spilin í tvo bunka, þau sem eru mikilvæg fyrir þig og svo þau sem ekki eru mikilvæg fyrir þig. Síðan tekurðu bunkann með mikilvægu lífsgildunum og velur út þau 15 mikilvægustu. Að því búnu þarftu að velja út 5. Af þessum 5 velurðu burt 2 og heldur eftir þeim 3 sem eru allra mikilvægust. Flestum finnst þetta spennandi og skemmtilegur “samkvæmisleikur” en einnig er hægt er að nota þetta sem “tæki” í samtali um lífsstíl eins og að framan er greint.  

Bless í bili: Sáli í Svíþjóð


mbl.is Mikið annríki lögreglu Reykjanesbæ í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sæl "Erna".

Þú ert ekki ein um að velja að hafa samband við mig með e-póst og heldur ekki ein um að velja að skrifa undir dulnefni (?) með nafnlaust hotmail. Málið er viðkvæmt. Ég svara þér samt á bloggsíðunni vegna þess að spurning þín hefur komið oft upp í e-póst skeytum til mín og þetta er því mitt svar till þín OG annarra með sömu spurningu = NEI, því miður get ég ekki tekið á móti fólki í stuðningsviðtöl á Íslandi. Ég er ekki heima nægjanlega oft eða lengi til þess að slík viðtöl þjóní einhverjum tilgangi. Ég bendi þér á aðra sálfræðinga t.d. Pétur Tyrfingsson eða Auði Gunnarsdóttur sem bæði kunna vel til verka í hugrænni atferlismeðferð í tengslum við fíkn.

Kveðja frá Stokkhólmi: Sáli í Svíþjóð

Ásgeir Rúnar Helgason, 1.5.2007 kl. 21:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband