Áður en botninum er náð - Samtal um fíkn: Pistill 7

Þeir pistlar sem hér hafa birst að undanförnu varðandi “samtal um fíkn” eru m.a. byggðir á samtalstækni í vinnu með lífsstílsbreytingar sem hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og kallast á ensku “Motivational Interviewing” (MI) sem ef til vill má þýða sem “hvetjandi samtal”.   

Höfundar “hvetjandi samtalstækni” hafa unnið í áratugi með fíkla af ýmsum toga og hvetjandi samtalstækni er því vel grundvölluð í kínísku starfi. Í Svíþjóð og víða annarstaðar er hvetjandi samtalstækni kennd undir hatti hugrænnar atferlismeðferðar (Cognitive Behavior Therapy) og telst til vísindalegrar sálfræði, þ.e. sálfræðimeðferðar sem hefur sannanleg áhrif í vísindalegu mati (rannsóknum).

Þeir sem vinna í anda hvetjandi samtalstækni ganga ekki útfrá því sem staðreynd að alkóhólneytandinn þurfi að “finna sinn botn” áður en bati geti hafist: Alkóhól -> afneitun -> botn -> bati.  

Heldur er unnið útfrá þeirri hugmynd að samspil alkóhólneytandans við fólk í umhverfi hans “þvingi” viðkomandi inn í “mótþróa/mótstöðu” sem getur staðið í veginum fyrir því að ná valdi á neyslunni áður en allt er komið í óefni, einfaldlega vegna þess að mótstaðan gerir það að verkum að viðkomandi leitar sér ekki hjálpar í tíma. 

Kenningin: Alkóhól -> afneitun -> botn -> bati, er því samkvæmt hvetjandi samtalstækni meira lærð hegðun en meðfædd. Hvetjandi samtalstækni tekur enga afstöðu til þess hvort “alkóhólismi” sé sjúkdómur (meðfæddur eða áunninn) eða ekki. Hvetjandi samtalstækni er einfaldlega aðferð til að skapa grundvöll til jákvæðra samræðna um neikvæðan lífsstíl með það að markmiði að bjóða fólki hjálp til að ná tökum á lífinu áður en allt er komið í óefni (áður en botninum er náð). 

 VERKFÆRAKASSINN: Hvetjandi samtalstækni er því í grunninn afstaða, byggð á fordómalausu viðmóti og virðingu fyrir sjálfræði þess sem á við vandamál að glíma. En hvetjandi samtalstækni er líka aðferð (meðferðarform) til að aðstoða við lífsstílsbreytingar. Í “verkfærakassa” hvetjandi samtalstækni eru flest “verkfærin” sótt í smiðju hugrænnar atferlismeðferðar en hvetjandi samtalstækni hefur líka þróað sín eigin verkfæri. 

-------------- 

Í næsta pistli verður gerð grein fyrir helstu þáttum hvetjandi samtalstækni og verkfærakassinn opnaður. 

--------------- 

Sáli í Svíþjóð


mbl.is Ölvuðum brúðguma sagt að hypja sig; bróðir hans kvæntist í staðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Kæru bloggvinir og aðrir!

Svör við spurningum ykkar varðandi pistil 5 eru í athugasemdahólfinu í þeim pistli. Annars er ég nú kominn aftur til Stokkhólms eftir tæplega viku langa fyrirlestraferð og er feginn að vera kominn aftur í draslið hér "heima".

arh:

Ásgeir Rúnar Helgason, 1.5.2007 kl. 19:32

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Velkominn heim í "draslið". Ég les pistlana og þakka enn og aftur fyrir.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 22:21

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Velkominn til baka, gott að heyra frá þér aftur. Þessi tækni er í rauninni sú sama og notuð er í lausnamiðaðri samtalsmeðferð ("solution-focused therapy") og hefur heldur betur sannað sig, einkum í lífs-stefnu-breytingum og krísum sem ófrávíkjanlega eru fylgifiskar lífsins. Sjónarhóllinn er alllt annar en í "gömlu" meðferðinni (meðferðunum, öllu heldur), með allri og fullri virðingu fyrir henni (þeim),  samt. Gaman væri að spjalla við þig um þetta seinna meir! Áfram gakk!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.5.2007 kl. 22:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband