Fíkn er heilbrigðisvandi

Það er mikið til í þessu hjá Sigvalda. Forvarnir eru lykillinn. Fíkn er heilbrigðisvandi frekar en lögreglumál. Við náðum gríðarlega góðum árangri í að sporna gegn nikótínfíkn m.a. tóbaksreykingum með öflugu forvarnarstarfi sem fólst í fræðslu og samræðum við krakka í grunnskóla. Ekki hótunum um fangelsi. Það er hægt að ná sambærilegum árangri í öðrum fíkniefnavörnum ef rétt er að málum staðið. Það er ég sannfærður um. Að því sögðu þá tel ég að allt tal um svokallað "læknadóp" sé skaðlegt og vinni gegn raunhæfum forvörnum. Það verður alltaf hægt að misnota lyf. Upplýstar samræður við unglinga er eina raunhæfa leiðin til að draga úr notkun vímu- og fíkniefna.

Það forvarnastarf sem við þróuðum hjá Krabbameinsfélaginu gegn reykingum á árunum 1970-1990, að frumkvæði Þorvarðar Örnólfssonar, skilaði feikna góðum árangri, en það tók tíma. Það má vel lýta til þess sem fyrirmynd fyrir annað forvarnastarf. Krabbameinsfélagið gerði langtíma áætlun. Allir bekkir í gunnskólum landsins (frá og með 11 ára bekk) voru heimsóttir árlega af sérþjálfuðum sendikennurum (fræðslufulltrúum). Vel var fylgst með þróun mála meðkönnunum í samráði við Borgarlækni og Landlækni.

Kannanir eru ennþá framkvæmdar af vísindamönnum, nú á vegum Rannsókna og greiningar. Hinsvegar vantar mikið uppá þann þátt sem snýr að markvissum árlegum heimsóknum í skólana í dag. Ég tek gjarna að mér í samráði við Heilbrigðisyfirvöd að byggja aftur upp slíka vettvangsstarfsemi með fókus á vímu-/fíkniefni og misnotkun lyfja, en þá verða stjórnvöld að taka um það pólitíska ákvörðun og setja stefnuna á 20 ára forvarnaverkefni. Það er nefnilega þannig að það fræ sem sáð er í 12 ára bekk ber ekki ávöxt fyrr en nokkrum árum síðar og aðeins ef vel er hirt um garðinn.


mbl.is Lögðu hald á talsvert magn fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband