Ísland rís úr öskustó

Ísland hefur alla burði til að vera áfram land með blómstrandi sjálfstæðan efnahag.

En til þess verðum við að klippa á naflastrenginn sem tengt hefur okkur við óheilbrigða móður sem nærist á vímuefnum og skyndibitafæði. Já, ég leyfi mér að líkja þeirri næringu sem hefur borist þjóðinni undanfarin ár gegnum fjármálanaflastrenginn við blóðgjöf mettaða af heróíni. Þegar klippt er á heróínneyslu koma þung fráhvarfeinkenni.

 

En það þarf engin að veltast í vafa um að það er betra til lengdar að lifa án þeirrar lífsblekkingar. Viðbrögð margra við þeim átökum sem nú eiga sér stað eru ekki ósvipuð því sem gerist í öðrum áföllum. Fólk verður fyrst handlama og vill ekki trúa því sem er að gerast. Svo kemur reiðin, sorgin og loks sáttin. Við sem lent höfum í erfiðum persónulegum áföllum þekkjum þetta ferli og vitum að þetta eru eðlileg viðbrögð. Við vitum einnig að sáttin við nýjar aðstæður kemur oft fyrr en mann grunar. Að tapa aleigunni er auðvita áfall, en það er hjákátlegt miðað við það að missa náin vin eða aðstandenda. Samt eru viðbrögðin nokkuð lík.

 

Látum ekki reiðina hlaupa með okkur í gönur. Nú gildir að hugsa sem svo: Það er staðreynd að búið er að klippa á þennan naflastreng. Afleiðingarnar eru fráhvarfseinkenni. En fráhvarfseinkennin líða hjá og við tekur nýtt og heilbrigðara líf fyrr en þig grunar.


mbl.is Danske Bank lokar á íslenskar millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ísland rís úr ösku stó,

öll við tökum því með ró,

þó á hann gefi þungan sjó,

af þrautseigju við eigum nóg.

Vilhelmina af Ugglas, 10.10.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Áfram þjóðar skútan skríður,

þó skelli aldan þung á dallinn

og belji sjór á báðar síður,

í brúnni glettinn stendur kallinn.

Ásgeir Rúnar Helgason, 10.10.2008 kl. 12:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband