Við Hallgrímur Helgason sáum þetta allt fyrir

Blessuð veri bernskubrekin: Við Hallgrímur Helgason sáum fyrir allan þennan hrunadans kapítalismans og íslenska efnahagslífsins þegar á menntaskólaárunum. Á því Herrans ári 1978 birtist meðfylgjandi kviðlingur eftir undirritaðan með myndmáli Hallgríms í Benventum, skólablaði MH. Kviðlingurinn var saminn sem níð gegn byggingu "Seðlabanahússins" (lesist Seðlabankahússins) og spáir fyrir um upprisu og fall íslensku Útrásarvíkinganna. Sjálfur Nostradamus hefði ekki geta gert þetta betur (eða þannig:)

  image001


mbl.is SUS: Vilja Bandaríkjadal á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er kannski tímanna tákn að það er erfitt að lesa kviðlinginn vegna auglýsingar frá Nova sem auglýsir stærsta skemmtistað í heimi. "Merki Mammons" er á bakvið auglýsinguna! 

Benedikt Halldórsson, 3.4.2009 kl. 23:29

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já, Benedikt! Þetta er tímanna tákn. Þegar ég sá þetta reyndi ég fyrst að minka myndina en komst síðan að þeirri niðurstöðu að það væri best að láta kapítalismann pirra lesendur. Auglýsingin verður þannig hluti af gjörningnum.

Annars er hægt að komast framkjá þessu með því að smella á myndina og þá kemur hún upp í mynna formati.

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.4.2009 kl. 06:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband