Amma bjó í þessu húsi

Amma mín heitin, Guðrún Pálína Þorleifsdóttir bjó í þessu húsi um árabil þegar hún var ung stúlka. Hún var fædd 1890 og var frá Hornafirði. Amma kunni margar skemmtilega sögur að segja frá þessum tíma á Fríkirkjuvegi 11. Sumt þekkti ég aftur í bókinni sem Guðmundur Magnússon skrifaði um fyrirbærið "Thorsarar", en margt sagði hún mér sem Guðmundur hafði ekki talið vert að hafa með í bókinni, nema þá að hann hafi ekki vitað af því? En þetta er vel skrifuð bók!

Sjálfur var ég að hluta alinn upp í þessu húsi á unglingsárunum og þótti það afar leitt þegar Borgin afsalaði sér húsinu. Mér þóttu það því góð tíðindi þegar Ólafur F. Magnússon lagði það til í Borgarstjórn fyrir nokkru að borgin innkallaði eignina. Vona bara að lögreglan sýni stillingu svo engar skemmdir verði á húsinu.


mbl.is Ruddust inn í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband