Þá var spurt: Er ekki til nægur matur í landinu ?

Það er einfeldni að gera ráð fyrir því að sú landbúnaðarstefna sem ESB er með í dag haldist óbreytt. Það eru sterk öfl innan ESB sem vilja fella niður stóran hluta af því styrkjakerfi sem "harðbýlar útkjálkabyggðir" hafa í dag.

Man fólk virkilega ekki eftir því að í upphafi hruns var í alvöru spurt hvort Ísland væri ekki sjálfbært í landbúnaðarframleiðslu? Hvort við ættum ekki nægan mat? Það er algert glapræði að leggja hér niður fjölbreytni í landbúnaði. Eyland þarf að vera sjálfbært, jafnvel þó að landbúnaðurinn sé rekinn með halla. Við eigum ekki að verða háð erlendum styrkjakerfum sem breytast sífellt og stjórnast af öflum sem við ráðum ekkert við, hvort sem við erum innan eða utan ESB.

Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær norðurslóða- og annar útkjálkastuðningur við landbúnað verður með öllu lagður niður og þá verður ekki auðvelt að byggja aftur upp sjálfbæran landbúnað á Íslandi. Tímabundin "skjól" eru blekking sem ber að forðast.


mbl.is Kjúklingar myndu lækka um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband