Ísland í fararbroddi - sálfræðileg rök

Þegar ég setti fyrst fram þessa hugmynd um að gera tóbak ósýnilegt í verslunum árið 1988 voru rökin fyrir henni sálfræðilegs eðlis. Þetta vill oft gleymast í umræðunni sem gerir að tóbaksframleiðendur komast upp með að sniðganga þessi rök í málaferlum. Upphaflega röksemdin byggði á einföldustu tegund af atferlissálfræði sem kallast klassísk skilyrðing. Það er að segja, að börn sem alast upp við það að tóbak sé í hillunum við hliðina á sælgæti, tengja ósjálfrátt tóbak við "nammi handa fullorðnum". Þannig verður tóbaksneysla eðlilegt fullorðinsatferli í huga barnsins. Það verður því næsta sjálfgefið fyrir unglinginn að staðfesta sjálfstæði sitt með því að byrja að reykja. Önnur mikilvæg rök sem komu fram snemma í ferlinu var að það myndi hjálpa þeim sem væru að glíma við að hætta, ef tóbak væri ekki sýnilegt. En það voru samt fyrri rökin sem vógu þyngst.

Ísland varð fyrst til að koma á lögum sem banna það að tóbak sé sýnilegt í verslunum. Nú eru mörg lönd að undirbúa slíka framkvæmd m.a. Írar. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um það hvað okkar litla land getur haft stór áhrif á jákvæðan hátt í heiminum ef við höfum þor til að fara okkar eigin leiðir eftir skinsamlega íhugun.


mbl.is Tóbaksfyrirtæki stefnir Írum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband