11.4.2007 | 17:40
SÁLFRÆÐINGUR ENGIN TRYGGING pistill 3
11.4.2007 | 13:05
SÁLFRÆÐINGUR ENGIN TRYGGING pistill 2
11.4.2007 | 10:20
SÁLFRÆÐINGUR ENGIN TRYGGING pistill 1

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook
10.4.2007 | 20:12
KVÍÐI pistill 5

10.4.2007 | 18:59
KVÍÐI pistill 4
AÐ GRÍPAST AF OFSAHRÆÐSLU: Óttaviðbrögð óháð raunverulegu hættuástandi geta verið svo öflug að menn grípist af ofsahræðslu. Þegar það gerist æða stresshormónin út í blóðið að því er virðist að tilefnislausu. Oftast er þó eitthvað sem kemur þessum viðbrögðum af stað, eittvað sem heilinn hefur lært að túlka sem mjög hættulegt þó það sé í sjálfu sér meinlaust. Það þurfa ekki endilega að vera raunverulegar aðstæður eða hlutir, hugsanir og draumar geta ræst stresshormónin og hleypt af stað öflugu hræðsluviðbragði. Eitrun af ýmsu tagi getur líka ræst streituhormónin og valdið viðbrögðum sem heilinn túlkar sem ótta. Dæmi um slíkt er ofneysla nikótíns og kaffis, ekki síst á unglingsárunum.
Dæmigerð ofsahræðsla lýsir sér m.a. með óþægilegum hröðum hjartslætti, handtitringi, andnauð, svita og öðrum einkennum sem eru dæmigerð fyrir hræðsluviðbrögð og lýst hefur verið hér að framan. Heilinn túlkar þessi einkenni sem merki um að eitthvað hræðilegt sé að gerast. Tengi heilinn óttaviðbragðið við sérstakar aðstæður eru miklar líkur á því að þú reynir að forðast þær aðstæður í framtíðinni. Flestir sem grípast af ofsahræðslu upplifa sterka löngun til að forða sér úr þeim aðstæðum sem þeir eru í þegar kastið skellur yfir m.a. vegna þess að okkur finnst pínlegt að aðrir verði vitni að ósköpunum. Óttinn við að fá næsta kast í kringumstæðum þar sem aðrir verða vitni að því sem gerist gerir það að verkum að menn koma sér upp margskonar klækjum til að geta forðað sér sem fyrst úr aðstæðum þar sem fleiri eru saman komnir. Margir veigra sér t.d. við að setjast í miðið á bekknum í bíó eða leikhúsi heldur velja sér sæti við ganginn sem næst útgöngudyrunum. Þjáist þú af skyndilegum óttaviðbrögðum er mikilvægt að þú fáir hjálp við að ganga í gegnum þær aðstæður sem þú forðast og lærir að efast um ógnarhugsanir þínar. Hverjar eru líkurnar á því að ég fái óttakast einmitt núna? Hve oft hefur það gerst við þessar tilteknu aðstæður? Hvað er það versta sem getur gerst? Er það virkilega svo hræðilegt þó aðrir sjái að mér líður illa? Er það virkilega svo að allir ókunnugir vilji mér illt, séu óvinir? Ef óttinn er mikill og lamandi kann að vera ráð að ganga í gegnum þær aðstæður í huganum sem maður er smeykur við í djúpri slökun, áður en maður útsetur sig fyrir þær í raunveruleikanum. Þú verður að setja þig í aðstæðurnar stig af stigi þar til heilinn hefur skilið að þetta er ekki hættulegt. Það hjálpar líka að öðlast innsægi í hvernig heilinn lærir að túlka veruleikann á rangan hátt og framkalla óttaviðbrögð í líkamanum þegar engin hætta er yfir vofandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook
10.4.2007 | 17:23
KVÍÐI pistill 3

10.4.2007 | 16:11
KVÍÐI pistill 2

Mörg nútíma tígrisdýr eru gríslingar sem heilinn hefur lært að túlka sem hættulega:
Ef barn verður hrætt af einhverjum ástæðum og lítill sætur grís er fyrir tilviljun staddur í nánasta umhverfi barnsins geta myndast tengsl milli gríslingsins og óttaupplifunarinnar. Næst þegar barnið sér grís bregst líkaminn við með því að spýta stresshormónum út í blóðið með meðfylgjandi líkamlegum einkennum sem tengjast ótta. Heilinn hefur lært að túlka grís sem eitthvað hættulegt, þ.e. vegna þess að streituhormónin flæða þegar ég sé grís hlýtur grísinn að vera hættulegur.
Eftir þetta breytist grísinn í tígrisdýr í augum barnsins. Eftir þetta forðast barnið grísi og hefur því ekki möguleika til að leiðrétta misskilninginn og fatta að grísir eru alls ekki hættulegir. Þannig viðheldur flóttinn óttanum. Þó heilinn geti lært fyrir mistök að túlka nánast allt sem hættulega óvini er það forsenda þess að óttinn sitji í að þú hafir möguleika á að forðast fyrirbærið. Þannig leiðréttist margt af sjálfu sér einfaldlega vegna þess að þú getur ekki komist hjá því að lenda í aðstæðunum og þá lærir heilinn að túlka þær uppá nýtt. Innan sálfræðinnar hafa þróast aðferðir til að aðstoða fólk við að vinna bug á (eða draga úr) órökréttum ótta og nagandi kvíða. Aðferðin gengur útá það að greina hvað það er sem þú óttast og hjálpa þér að horfast í augu við óargadýrið án þess að flýja svo heilinn geti áttað sig á að þetta er bara lítill sætur gríslingur. Þessi aðferð er sannreynd í fjölda viðurkenndra vísindarannsókna.
10.4.2007 | 07:52
Kvíði pistill 1
Hvers vegna sumir verða kvíðnir (hræddir) í aðstæðum þar sem flestir aðrir sína engin slík viðbrögð? Hræðsla (ótti) og stress (streita) eru tvær hliðar á sömu mynt. Viss hormón spýtast út í blóðið þegar við verðum hrædd og gegna mikilvægu hlutverki. Þau undirbúa líkamann undir skyndileg átök þegar hætta steðjar að. Þessi hormón hjálpuðu forfeðrum og -mæðrum okkar þegar þau stóðu andspænis ýgu tígrisdýri eða ógnandi óvini.
Nútímasamfélagið er fullt af meira og minna ímynduðum tígrisdýrum og óvinum sem ræsa streituhormónin. Rauða ljósið sem tefur þig á leiðinni á mikilvægan fund sem þú ert að verða of seinn á, ógreiddu reikningarnir sem hrynja inn um bréfalúguna, yfirmaðurinn sem gerir óréttmætar kröfur, kjarnorkuvágin, erfiðleikar í fjölskyldunni, gróðurhúsaáhrifin, hálfvitinn sem kann ekki að keyra bíl, verkefnið sem þú áttir að skila af þér í gær og svo mætti lengi telja. Jafnvel kaffi og nikótín örva framleiðslu streituhormónanna. Á hverjum degi ræsa þessi nútíma tígrisdýr og óvinir streituhormónin sem spýtast út í blóðið með viðeigandi vöðvaspennu og hjartsláttaraukningu. Hvatir þínar segja þér að fljúgast á eða flýja en þú ert bundinn af samfélagsnormum og lögum sem segja þér að þú megir ekki ráðast á yfirmann þinn í vinnunni eða keyra á hálfvitann sem var næstum því búinn að þröngva þér af veginum með glannalegu aksturslagi. Sömu reglur banna þér að flýja frá ógreiddum reikningum. Þú ert fangi í veruleika sem líkami þinn er ekki byggður fyrir. Streituhormónin sem hjálpuðu forfeðrunum að lifa af halda þér í spennutreyju og geta skaðað þig ef ekkert er að gert. Með tímanum byrja spenntir vöðvar að bólgna og þú finnur fyrir verkjum í t.a.m. hnakka, kjálka eða öxlum. Önnur algeng einkenni streitu eru m.a. eirðarleysi, svefnörðugleikar, einbeitingarörðugleikar, höfuðverkur og ýgi (árásagirni). Langvinn streita leiðir oft til þunglyndis og bælir starfsemi ónæmiskerfisins sem ver okkur fyrir sjúkdómum. Einfaldasta og árangursríkasta aðferðin til að draga úr skaðlegum áhrifum streituhormónanna er að veita þeim eðlilega útrás. Hreyfing er lykillinn! Röskur göngutúr í 30-45 mínútur á dag getur verið allt sem þarf til að halda skaðlegum áhrifum streituhormónanna í skefjum en mikilvægast er að þú finnir það form hreyfingar sem þú þrífst með.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook
6.4.2007 | 09:02
Fyrirtæki sukka með peninga skattgreiðenda
Sænskir launaþrælar í þjónustu hins opinbera eru óendanlega þreyttir á tuggunni um að þeir verði að sýna hófsemi í atvinnutengdum lífsgæðum vegna þess að þeir séu að eyða peningum skattgreiðenda (skattebetalarnas pengar).
Vilji yfirmaðurinn bjóða starfsfólkinu í veislu einu sinni á ári er þess vandlega gætt að maturinn sé í ódýrari kantinum og ef það er á annað borð boðið uppá vín, þá er það bara eitt glas af víni hússins með aðalréttinum. Ef þú vilt meira en eitt glas af víni verðurðu að borga það sjálfur. "Þetta eru jú peningar skattgreiðenda!"
Nú er ég svo heppinn að eiga marga vini og kunningja sem reka eigið fyrirtæki eða eru stjórnendur í einkafyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Það gerist ekki ósjaldan (minkar líklega eftir þennan pistil), að þessir vinir mínir bjóði mér út að borða á kostnað fyrirtækisins. Þá er gjarna farið á dýrustu og fínustu matsölustaði Stokkhólms. Borðvínið er aldrei af verri endanum (ekki vín hússins) og það er nóg af því. Koníakið með kaffinu kostar á við mánaðarlaun verkamanns víða á jörðinni.
Þessar veislur sem mér er boðið í eru þó smámunir einir miðað við þær tröllasögur sem vinir mínir kapítalistarnir gorta um þegar þeir halda erlendum viðskiptavinum veislur. Ekkert er til sparað í veisluhöldum einkafyrirtækja, enda eru þetta "peningar fyrirtækisins" og eigendur fyrirtækja mega jú gera það sem þeir vilja með sína eigin peninga. Eða hvað?
Mér er spurn, hver er munurinn á peningum skattgreiðenda og vangreiddum sköttum (uteblivna skatter)?
Ég held því ákveðið fram að þetta risnu-sukk einkafyrirtækja sé ekkert annað en bruðl með fé skattgreiðenda. Með því að skrifa sukkið sem útgjöld í fyrirtækinu minka skattgreiðslur fyrirtækisins.
Var það ekki einn af Baugsmönnum sem reyndi að verja sig með því að rekstur einhvers skemmtibáts í Flórída væri vel innan þeirrar risnu sem hann hafði?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.1.2009 kl. 09:40 | Slóð | Facebook
5.4.2007 | 07:37
Að setja lög um hámarkslaun
Ég varð vitni að eftirfarandi samræðum íslenskra unglinga hér í Stokkhólmi um daginn. Kanski fróðlegt fyrir ykkur heima að fá smá innsýn inní samræðuheim íslenskra 16-18 ára unglinga hér í Svíaríki (nöfnum er breytt vegna friðhelgis einkalífsinns):
Ási fleigði bókinni The Crystal Dragon eftir Richard A Knaak á borðið fyrir framan bróður sinn. - Þú verður að lesa þessa. Geir fussaði og fetti upp á trýnið.- Hvenær ætlarðu að vaxa uppúr þessu ævintýra ruggli drengur? Lestu frekar Hallgrím Helgason. Það er alvöru rithöfundur. - Iss, ég nenni ekki að lesa bækur eftir menn sem skrifa um sjálfan sig í þriðju persónu.Ási hryllti sig. - En hann er helvíti góður stílisti. Hélt Geir áfram.- Hann er hrokagikkur. Ási lagði vísifingur hægri handar undir nefið og lyfti nefbroddinum.- Hann er snillingur. Geir benti með vísifingri upp í loft og skók hann til að leggja áherslu á orðið.- Mér er alveg sama. Ég nenni ekki að lesa sögur sem ekki hefur álfa og dreka, ekki einu sinni dverg. - Menn sem ekki lesa Hallgrím Helgason eru fífl. Geir leit á Arndísi kærustuna sína í von um stuðning. Arndís stundi.- Þið Hallgrímur eruð báðir með Kiljankomplex. Ási skaut fram andlitinu og setti stút á varirnar.Geir andvarpaði.- Þú ert þá loksins búinn að lesa Íslandsklukkuna sem ég gaf þér í jólagjöf í fyrra?- Íslandsklukkuna já, en ekki bókina sem ég fékk frá þér. - Ási kom sér í stellingar. Setti aftur stút á varirnar og skaut fram neðri hluta andlitisins.- Hef ég lesið bók eða hef ég ekki lesið bók? Hver hefur lesið bók og hver hefur ekki lesið bók? Hvenær les maður bók og hvenær les maður ekki bók? Fari í helvíti sem ég las bók. Og þó.Andlitið varð aftur eðlilegt. Arndís hló.- Ég las hana á ensku. Það er ekki nokkur leið að skilja hvað kall ugglan er að segja. Þetta er ekki íslenska sem kall helvítið skrifar. Geir signdi sig og andvarpaði.- Jaja, Arndís. Ási hagræddi sér í stólnum. Arndís vissi strax á hverju hún átti von og seildist í pappír og penna á borðinu.- OK, láttu hann þá koma. Ási lét ekki segja sér það tvisvar.
Teymdi hún folann fimlega
fóru þau greitt um völlinn
- Það er bara ein regla. Bætti hann við og glotti. - Þú mátt ekki nota böllinn. Hann hló svo við lá að hann dytti af stólnum.
- Það er slæmt með Stebba frænda heima á Íslandi. Bætti Geir við til að skipta um umræðuefni.
- Hann hefur verið á sjó alla ævi og kann ekkert annað. Það er hábölvað að tækniþróunin skuli gera það að verkum að það þarf sífellt færra fólk til að framleiða stærri og stærri köku. Það væri svo sem í lagi ef framleiðslutækin væru sameign og arðurinn væri notaður til að byggja upp þjóðfélagið. En eins og þetta lítur út núna er hagkerfið að þróast í átt að gamla lénsveldisskipulaginu þar sem örfáir stórbændur áttu allt.
- Nei heyrðu mig nú Geisi, það er þá aldrei að menn séu orðnir kommar á gamals aldri. Sagði Ási ögrandi, stóð á fætur og kreppti hnefann upp í loft.
- Þú lýtur út eins og nostalgiskur veðurbarinn afturbatamarksisti á Lækjartorgi, eftir hrakningargöngu niður Laugarveginn í slagviðri og rigningu á 1. maí. Sagði Arndís og hló að tilburðum Ása.
- Já, ég hélt líka að það væri ég sem hefði einkarétt á að vera anarkisti og Marxisti í þessari fjölskyldu. En nú er Geisi kominn í liðið líka. Ási og leit ögrandi á bróður sinn.
- Þú getur kallað það hvað þú vilt litli bróðir. Greip Geir frammí og lagði þunga áherslu á orðið litli.
- En ég trúi hvorki á blóðugar byltingar eða alræði öreiganna og því miður sýnir sagan að kerfi þar sem framleiðslutækin eru í eigu ríkisins drukkna í skrifræði. Ég held bara að við verðum að aðlaga okkur að nýjum veruleika. Finna nýjar leiðir áður en allt fer til fjandans. Það er fáránlegt að halda að kröfur um réttvísi sem drífa fram byltingar séu úr sögunni bara af því að Sovétfasisminn keyrði fyrir ætternisstapann. Þessi kraftur er og verður alltaf til staðar meðan óréttlát skipting auðæfanna fær að viðgangast.
Arndís horfði til skiptis á bræðurna og brosti.
- Af hverju ferðu ekki í pólitík Geir? Þú virðist hafa óþrjótandi áhuga á stjórnmálum og ef ég þekki þig rétt þá ertu líklega þegar búinn að hugsa upp leið til að skapa réttlæti og jöfnuð í samfélaginu. Arndís kímdi og gaut augunum til Ása.
Ási hló.
- Hann yrði þá að stofna sinn eigin flokk. Eða heldurðu kannski að þínir menn myndu vilja taka við honum og læsa hann inní í kjallarageymslu í Valhöll? Ási glotti og horfði stríðnislega á Arndísi.
- Þú lofar að kalla stefnuna Ásisma eftir litla bróður þínum. Bætti hann við og sperrti sig í stólnum.
- Hvernig ætlarðu að fjármagna alla þessa opinberu starfsmenn þína ef þú vilt ekki þjóðnýta framleiðslutækin bróðir?
- Hvernig? Ertu viss um að þú viljir heyra það? Geir horfði á bróður sinn eins og hann væri að skora hann á hólm.
- Hjálp! Nei! En ég hef það á tilfinningunni að þú ætlir að segja mér það hvort sem mér líkar betur eða verr.
- Það geturðu hengt þig uppá dýrið þitt. Þetta er í raun afar einfalt. Við látum einfaldlega setja lög um hámarkslaun. Engin fær að ráðstafa meiru en þreföldum lágmarkslaunum á mánuði.
Á þann hátt drögum við upp lágmarklaunin í leiðinni. Forstjórarnir vilja áræðanlega ekki hafa of lág laun.
- Yes! Hrópaði Ási með uppgerðar áhuga.
- Og hvernig ætlarðu að leysa það að sumir, til dæmis listamenn a. la. undirritaður, fá stórar fúlgur fjár á einu bretti en ekkert þess á milli? Eða fólk sem erfir fé? Ætlarðu að gera það upptækt? Ég meinaða, þetta er hugmynd sem er dæmd að mislukkast. Bullshitt per exelence!
- Ekkert mál. Allt fé sem menn erfa eða vinna sér inn umfram þreföld lágmarkslaun á mánuði verður lagt inná verðtryggðan reikning með bestu leyfilegum vöxtum. Einskonar ríkisskuldabréf eins og í gamladaga þegar hringvegurinn var fjármagnaður. Fé sem þú átt og getur tekið út þegar þú nærð ekki upp í tekjuþakið. Þannig myndast sjóður í samfélaginu sem hægt er að nota til að fjármagna uppbyggingu. Ný hugsun, ný hugsjón, nýtt afl! Félagshyggja innan ramma kapitalismans. Sem sagt litli bróðir, brilliance per exelence! Einstein stjórnmálanna.
- Einstein var auli. Svaraði Ási með uppgerðar fyrirlitningu í röddinni.
- Ég meina þú þarft að vera alvarlega bilaður til að ímynda þér að hægt sé að útskýra aðdráttaraflið með holu í ósýnilegum vef. Hann fattaði ekki heldur að alheimurinn er grasker og tíminn er gormur.
- Hmmmm! Geir ræskti sig og horfði glottandi á Arndísi sem hafði ákveðið að blanda sér ekki í kítur þeirra bræðra frekar en fyrri daginn.
- Hummaðu bara. Svaraði Ási í spekingslegum veit-allt-best-ista fyrirlitningartón.- Ég meina, hvernig ætlarðu annars að skýra það að alheimurinn heldur ekki bara áfram að þenjast út. Það gerist með síauknum hraða. Ef allt byrjaði með Big Bang sem þeytti öllu í allar áttir segir heilbrigð skynsemi að útþenslan ætti að hægja á sér með tímanum, en ekki öfugt. Það eru bara tvær skýringar á þessu. Eitthvað fyrir utan hinn þekkta alheim er búið að ná tökum á ystu vetrarbrautunum og dregur þær til sín. Eða, eins og ég held, að alheimurinn sé að falla saman aftur. Ef það er rétt þá hlýtur alheimurinn að vera í laginu eins og grasker.
- OK!?
Geir brosti.
- OK, dýrið þitt. En hvernig í ósköpunum hefurðu komist að þeirri niðurstöðu að tíminn sé gormur eins og þú. Bætti hann við og hló.
- Það er allavega betra að vera gormur en lína eins og sumir. Svaraði Ási ögrandi.
- Línuhausar eins og þú fatta auðvitað ekki líkingar. Tíminn er gormur í þeirri merkingu að sagan endurtekur sig ekki, en fólk endurtekur sig stöðugt. Allir glíma alltaf endalaust og stöðugt við sömu vandamálin. Aftur og aftur. Bara á ólíkum plönum. Vegna þess að þróunin heldur áfram. Reyndu svo að koma þessari nýju hagfræðikenningu þinni inn í gorminn bróðir.
Geir stundi.
- Friður sé með yður! Arndís tónaði eins og prestur til að ná athyglinni.
- Jaja gormur, hér færðu þá fyrripartinn og botninn. Það er tvíbyttna:
Teymdi hún folan fimlega
fóru þau greitt um völlinn
reyðskjótann klemmdi klofvega
keyrði hann áfram haglega
hleypt´onum feikna faglega
féll hann við markið laglega .
Þau hlóu öll.
- Og hvar er svo botninn við fyrripartinn um Skjóna sem ég sendi þér í tölvupósti í morgun.
Arndís horfði ögrandi á Ása.
Ási ræskti sig.
- Ég hef valið að kalla vísuna Geisi situr nakinn á sængurkantinum, horfir tómum augum niður á vin sinn og kveður með trega:
Þreyttur lúinn gamli garpur
gleymt er skeiðið klárinn Skjóni,
eitt sinn varstu afar snarpur
aldrei framar held ég prjóni.
Arndís og Ási veltust um af hlátri, en Geir hleypti í brýrnar og gretti sig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook
4.4.2007 | 09:30
Ásatrú gegn rasisma
![Blot[1] Blot[1]](/tn/200/users/1d/arh/img/c_documents_and_settings_asgeir_helgason_skrivbord_blot_1.jpg)
3.4.2007 | 07:04
Einangra konur karla?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.12.2008 kl. 19:18 | Slóð | Facebook
2.4.2007 | 06:28
Einsemd sænskra karla
Sænskir karlar sem komnir eru um og yfir miðjan aldur eru tilfinningalega heftir. Átta af tíu deila erfiðum tilfinningum bara með maka sínum og um það bil fjórðungur lifir í tilfinningalegri einsemd. Margir eiga þó góða kunningja (vini) sem þeir deila með ýmsum áhugamálum en erfiðar tilfinningar á borð við ótta og vanmáttarkennd eru sjaldan bornar á borð. Ein afleiðingin af þessu er að karlarnir eru algerlega háðir mökum sínum hvað tilfinningalegan stuðning varðar. Þetta getur oft reynst konunum þung byrði t.a.m. þegar karlinn greinist með alvarlegan sjúkdóm (t.d. krabbamein). Í þeim tilvikum þarf konan að bera bæði sína eigin óró og angist maka síns. Þó margt hafi verið reynt til að bjóða sænskum körlum með krabbamein tilfinningalegan stuðning í tengslum við meðferðina, eru fáir sem þiggja stuðninginn. Það er því ljóst að konur krabbameinssjúkra karla þurfa stuðning. Karlar sem eru algerlega tilfinningalega einangraðir (þó þeir eigi marga góða vini) líða á ýmsan hátt. Þeir eru t.d. líklegri til að upplifa sig útslitna og þreytta, eru óhamingjusamir og líður almennt verr en þeim sem hafa einhvern að deila erfiðum tilfinningum með. Tilfinningaleg þroskahömlun karla er þjóðfélagsvandamál sem hefur að mínum dómi mun víðtækari afleiðingar en flestir gera sér grein fyrir. Því miður held ég ekki að íslenskir karlmenn greini sig frá þeim sænsku að þessu leiti, nema síður sé!?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook
1.4.2007 | 16:03
Þjóðarsamviskan

Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.4.2007 kl. 07:43 | Slóð | Facebook
1.4.2007 | 10:23
Ateistisk pietism
Jag använder begreppet ateistisk pietism för att beskriva relationen mellan religion och ett moralistiskt förhållningssätt till livet som jag anser symptomatiskt för många svenskar.
Ateistisk pietism är ett moralistiskt regelverk med rötterna i religiositet där man avfärdar den religiösa grunden till idéernas uppkomst. Ett exempel är pietismens påverkan på den svenska nationaliteten.
Förespråkare för den kristna renlevnadsläran i Sverige predikade tidliga regler för hur en sann kristen människa skulle bete sig. En kristen fick inte använda njutningsmedel i överflöd eller frossa i mat, dryck eller sex (återhållsamhet) och inte vara självgod (ödmjukhet). Gud fick inte ifrågasättas (laglydighet och rojalism) och mänskligheten fick stå ut med obehag och smärta utan att klaga eller fly (uthållighet). Alla människor hade lika värde inför Gud och ingen präst behövdes för att kommunicera med det gudomliga utan varje människa var sin egen präst (jämlikhet och jantelagen).
Sammanfattningsvis skulle mänskligheten delta i Kristi lidande och i enighet med Bibeln betrakta sin kropp som "Guds tempel" som inte fick skändas på något sätt. Många av dessa idéer lever kvar i dagens Sverige trots att en stor majoritet svenskar i dag tar avstånd från kristenheten eller annan religiös tillhörighet ("man har förkastat Gud men behållit regelverket").
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.7.2007 kl. 11:15 | Slóð | Facebook
1.4.2007 | 09:50
Af svíum
Samanburður á þjóðareinkennum er flestum eðlislægur. Við berum með okkur innri myndir af heimahögunum og berum þær ósjálfrátt saman við það sem við sjáum og upplifum í útlöndum. Oft er slíkur samanburður byggður á fordómum og myndirnar renna saman í eina þegar við öðlumst dýpri þekkingu á útlandinu. Auðvita er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar en eftir standa viss einkenni sem þrátt fyrir allt einkenna samfélög og greina okkur hvort frá öðru. Ég mun í pistlum mínum gefa ykkur dálitla innsýn inní sænska menningu eins og hún kemur íslendingi fyrir sjónir sem hefur verið búsettur í Svíþjóð í 15 ár.
Ég mun aðallega skrifa á íslensku en vissir hlutar síðunnar verða þó á sænsku vegna þess að ég vil gefa vinum vorum svíum möguleika á að skilja það sem um þá er sagt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.4.2007 kl. 17:00 | Slóð | Facebook