Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lifi fjalldrapinn

Ég vona náttúrunnar vegna að VG (Vinstri Græn) verði áfram á þingi eftir kosningar.

 Svandís á þing

 

 

Sjálfur ætla ég að kjósa VG enda í 17. sæti fyrir hreyfinguna í Suðurkjördæmi. 


Flugumenn Evrópusambandsins

Innganga í Evrópusambandið er ávísun á útþurrkun Íslands sem sjálfstæðrar menningareiningar. Sumum finnst það í lagi. Finnst það í góðu lagi að Ísland verði bara verstöð fyrir vinnuafl alþjóðlegra auðhringa. Ég er ekki einn af þeim. Ég teysti ekki Samfylkingunni í þessu máli.

 

 


Alþjóðavæðing íslenskrar náttúru

Virkjanir til að reka heimili og atvinnulíf með sem minnstu kolefnisspori eru mér hjartans mál. Ég er þó á móti ónauðsynlegum virkjunum, sem skilja eftir ljót ör í náttúru landsins, bara til að virkja.  

Við þurfum ekki fleiri virkjanir sem hafa það eitt að markmiði að opna landið og hagkerfið enn frekar fyrir alþjóðlegum auðhringjum sem þurfa að flytja inn bæði hráefni og vinnuafl. Það eykur spennuna í hagkerfinu sem er næg fyrir. Við þurfum ekki fólksfjölgun sem er langt umfram eðlilega sjálfbæra fjölgun. 

Ef lífeyrissjóðakerfi framtíðar á að byggja þá því að stöðugt þurfi að flytja inn vinnuafl til að standa undir því, þá er það á villigötum. 

 

 

 


Nikótín - leið til að hætta

Nikó­tín er öfl­ugt eit­ur- og fíkni­efni sem ger­ir þig lík­am­lega háðan neysl­unni. Ný­leg­ar rann­sókn­ir sýna að nikó­tín örv­ar vöxt krabba­meins. Nikó­tín dreg­ur úr blóðflæði til háræða og stuðlar þannig að tann­losi og hrukku­mynd­un í húð og hækk­ar blóðþrýst­ing. Nikó­tín er eitt sterk­asta tauga­eit­ur sem þekk­ist, get­ur fram­kallað kvíða og hef­ur nei­kvæð áhrif á hjarta- og æðasjúk­dóma. 

Viltu hætta?

Flest­ir sem nota nikó­tín dag­lega vilja hætta því, en marg­ir gef­ast upp vegna frá­hvarf­s­ein­kenna. Áður en þú ferð að nota leiðbein­ing­ar til að hætta að nota nikó­tín ætt­irðu að láta reyna á það fyrst, ef þú hef­ur ekki þegar gert það, hvort þú þurf­ir yf­ir­leitt á nokkr­um leiðbein­ing­um að halda. Marg­ir ákveða ein­fald­lega að hætta og standa við það án telj­andi erfiðleika.

Sért þú hins veg­ar í þeim hópi sem geng­ur illa að hætta þá er gott að vita að hægt er að kenna fólki aðferðir til að búa sig und­ir það. Ef þú und­ir­býrð þig eft­ir því kerfi sem hér verður kynnt máttu vera viss um að átök­in og erfiðleik­arn­ir sem þú ótt­ast að fylgi því að sleppa nikó­tíni verða ekki   nánd­ar nærri eins mik­il og þú held­ur.

Byrjaðu strax í dag að mynda nikó­tín­laus svæði. Hættu al­farið að nota nikó­tín á þeim stöðum sem þú dvel­ur sem mest á.

Þegar þú hef­ur einu sinni ákveðið að til­tek­inn staður skuli vera nikó­tín­laus máttu ekki hvika frá því hvað sem á dyn­ur.

Ef þú ert á nikó­tín­lausu svæði og löng­un­in al­veg að sliga þig verðurðu annaðhvort að stand­ast löng­un­ina eða bregða þér út fyr­ir svæðið til að svala fíkn­inni.

Ef þú ger­ir sem flest svæði nikó­tín­laus sem fyrst máttu vera al­veg viss um að bar­átt­an við löng­un­ina verður mun auðveld­ari eft­ir að þú hætt­ir al­veg. Reynsl­an hef­ur sýnt að tveggja til þriggja vikna und­ir­bún­ings­tími er æski­leg­ur. Lengri und­ir­bún­ings­tími, þar sem nikó­tín­laus svæði eru mynduð með nokk­urra vikna eða jafn­vel mánaða fyr­ir­vara, gefst í mörg­um til­vik­um vel. Vara­samt get­ur þó verið að hafa und­ir­bún­ings­tím­ann of lang­an því botn­inn vill stund­um detta úr ef menn fresta því um of að hætta al­veg.

Þótt mark­miðið með mynd­un nikó­tín­lausra svæða sé fyrst og fremst það að rjúfa tengsl­in milli reyk­inga og um­hverf­is hef­ur þessi aðferð annað og ekki síður mik­il­vægt gildi fyr­ir þá sem eru mjög sólgn­ir í nikó­tín. Þeir sem mynda nikó­tín­laus svæði á þann hátt sem að fram­an er lýst draga að jafnaði tals­vert úr nikó­tínn­eyslu á und­ir­bún­ings­tím­an­um. Þetta ger­ist nokkuð sjálf­krafa, því fæst­ir nenna að leggja mikið á sig til að svala fíkn­inni nema þegar þörf­in verður mjög aðkallandi.

Mikl­ir nikó­tín­ist­ar sem draga veru­lega úr neyslu í nokkr­ar vik­ur áður en þeir hætta al­veg eru í mun minni hættu á að fá ýmis lík­am­leg frá­hvarf­s­ein­kenni.

H-dag­ur­inn

Áður en dag­ur­inn sem þú hef­ur valið til að hætta al­veg að nota nikó­tín renn­ur upp get­ur verið ráð að vera bú­inn að birgja sig vel upp af hjálp­ar­tækj­um:

Fáðu þér eitt­hvað sem þú get­ur sett upp í þig. Hægt er að kaupa mentólmunnúða í flest­um apó­tek­um. Sprautaðu upp í þig þegar þú finn­ur hjá þér löng­un í nikó­tín.

Syk­ur­laust bragðsterkt tyggjó sem hægt er að geyma und­ir vör­inni og hent­ar vel sem staðgeng­ill fyr­ir nikó­tín­púða og snus.

Lakk­rísrót sem fá má í sum­um heilsu­búðum. Lakk­rís­rót­in bragðast eins og dauf­ur apó­tek­aralakk­rís. Skolið rykið af rót­inni áður en þið farið að naga hana. Bæði lakk­rísrót og mentólmunnúði hafa þann kost að hægt er að nota þau að vild án þess að eiga á hættu að fitna.

Annað sem hægt er að styðjast við eru mentól­nefstifti og syk­ur­laus­ar bragðsterk­ar töfl­ur.

Ef þú drekk­ur mikið af vatni og hrein­um ávaxta- og græn­met­issafa flýt­ir það fyr­ir út­hreins­un nikó­tíns. Heitt vatn með cayenn­ep­ip­ar, engi­fer og sítr­ónu hef­ur líka góð áhrif.

Sam­an­tekt

* Búðu þig und­ir að hætta með því að mynda nikó­tín­laus svæði sem fyrst.

* Veldu þér H-dag. Þann dag ætl­ar þú að hætta.

* Ef þér finnst þú ekki vera til­bú­inn þegar dag­ur­inn  renn­ur upp skaltu bara hætta við fyrsta tæki­færi

   þegar þú finn­ur að þú ert til­bú­inn.

* Náðu í „hjálp­ar­tæki“ til að hafa í staðinn fyr­ir nikó­tínið eft­ir að þú hætt­ir að nota það.

* Hjá Heilsu­veru, s. 1700, vinna sér­fræðing­ar sem geta aðstoðað þig við að hætta að nota nikó­tín.

Höf­und­ur er doktor í lækna­vís­ind­um, dós­ent í sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu þar sem hann þróaði og stýrði námskeiðum í reykbindindi á árunum 1984-90 

 

Greinin birtist upphaflega í Morgunblaðinu mánudaginn, 23. september 2024


Ég þrífst best á opnum engjum

 

https://www.facebook.com/watch/?ref=search&v=422799788401637&external_log_id=dad44ee0-245b-4933-baa3-bcb301b1fe9b&q=gle%C3%B0isveitin%20pl%C3%BAs

 

Það var gaman að þýða þennan texta eftir Ulf Lundell, sem samdi líka lagið.

Jag trivs bäst i öppna landskap

Gleðisveitin Plús.

Fluttningurinn er góður hjá þeim.

Frábært lag.

Leggið við hlustir:


Sorg barna - ábirgð heilsugæslu og dánarvottorð

Nýjar lagagreinar tóku gildi nýlega þar sem réttindi barna sem missa foreldri og ábirgð samfélagsins gagnvart þessum börnum, eru betur skilgreind. Í nýju lagagreinunum er heilsugæslan skilgreind sem lykilaðili í eftirfylgni barna sem missa foreldri. Læknir sem skrifar dánarvottorð einstaklings, sem er foreldri barns undir 18. ára, er samkvæmt lögunum skyldugur til að tilkynna þeirri heilsugæslu þar sem barnið er skráð, að foreldri barns á þjónustusvæði hennar hafi nýlega látist. Heilsugæslustöðin er þar með skyldug til að athuga hagi barnsins og veita þann stuðning sem þörf er á. 

Því miður eru þessi lög ekki að virka. Það sem vantar er að læknir sem skrifar út dánarvottorð hafi aðgang að upplýsingum um börn viðkomandi og hvar þau eru skráð. Þetta er mikilvægur þröskuldur sem þarf að komast yfir til þess að lögin nái markmiðum sínum. 


Þegar foreldri deyr

 

Þegar foreldri deyr þurfa börn langvarandi stuðning.
 
Miðlægt ráðgjafar og stuðningsteymi er til staðar innan vébanda Krabbameinsfélagsins þar sem starfa sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar. Ráðgjöfin fer aðallega fram í gegnum síma 8004040 og fjarviðtöl.
 
mynd-bergrun-iris
 
Með faglegu stuðningsneti barna er átt við kennara, skólahjúkrunarfræðinga, æskulýðsfulltrúa, presta, félagsráðgjafa, sálfræðinga og aðra fagaðila sem mæta börnunum og aðstandendum þeirra í samfélagslegu samhengi. Leiðbeiningar varðandi stuðning við börn í sorg eru á vefsíðunni https://www.krabb.is/born   
 
Nánari upplýsingar um verkefnið veitir asgeir@krabb.is

Ómar Ragnarsson

Einu sinni var sagt um Ómar Ragnarsson að hann væri margfaldur dollaramiljarðamæringur ef hann hefði haldið út sem landsfrægur snillingur í stærra samfélagi, jafn lengi og hann hefur gert hér heima.

Það held ég sé alveg rétt. 

Þrjú hjól undir bílnum.

Þó þau hafi reyndar alltaf verið fjögur.

Sæl að sinni. 


Furðuleg hegðun Icelandair

Ég er enn í alvarlegri fýlu útí Icelandair.

Ég lenti nefnilega í því fyrir nokkrum árum að félagið gerði upptæka miða sem ég var búinn að kaupa, seldi þá líklega öðrum (?) og þvingaði mig svo til að borga auka miða til Stokkhólms. Þetta er alveg satt!

Forsaga málsins er sú að ég þurfti að fara heim til Íslands til að vinna í viku og ætlaði svo að vera í Stokkhólmi aðra viku og svo aftur á Íslandi eina viku eftir það.

Ég var því búinn að kaupa 2 miða báðar leiðir :

Miði 1: Stokkhólmur -Ísland - Stokkhólmur

&

Miði 2: Stokkhólmur - Ísland - Stokkhólmur

Nú vildi svo til að vegna anna heima á Íslandi þá komst ég ekki út til Stokkhólms í lok fyrri ferðarinnar. Ég hugsaði ekkert meira um það og leit svo á að þetta væri tapaður miði. Enda bara sjálfsagt að svo væri. Ég átti alltaf miða nr. 2 og vissi því (að ég hélt) að ég kæmist aftur til Stokkhólms að tveim vikum liðnum. Ég var jú búinn að borga miðann.

Það kom því verulega flatt uppá mig þegar ég kom útá völl og fékk að vita að ég ætti ekkert sæti bókað og miði 2 væri ónýtur vegna þess að ég hefði ekki nýtt mér ferðina frá Stokkhólmi til Íslands.

Hvernig átti ég að geta það? Ég var jú á Íslandi!

Jæja, eina leiðin til að komast aftur til Svíþjóðar var að kaupa einfaldan miða (miða 3) á rúmar 40.000 kr.

Ég var þá búinn að borga ca. 100.000 samanlagt fyrir eina ferð fram og til baka milli Stokkhólms og Íslands á almennu farrými.

Mér er algerlega ómögulegt að skilja viðskiptasiðferðið í þessu dæmi. Ég var búinn að borga fyrir sætin í miða 2 og það var engin skaði fyrir Icelandair þó ég hafi ekki notað nema annað sætið þ.e. sætið frá Íslandi til Stokkhólms. Enda gat ég eins og áður segir ekki notað hitt sætið þar sem ég var á Íslandi allan tímann.

Sem sagt óleysanlegt og óskiljanlegt.

Icelandair endurgreiddi mér skattinn af miða 3 eftir nokkuð þóf og segist hvorki vilja eða geta gert betur. Það eru mörg ár síðan og málið sjálfsagt löngu fyrnt, en ég er ennþá draugfúll.


Íslenskir ekklar

Fyrir nokkrum árum hafði Dr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur og fjölskylduráðgjafi, persónulegt samband við alla ekkla á Íslandi á ákveðnum tímapunkti. Rúmlega 350 menn sem fæddir voru á árunum 1924-1969. Það var mikið afrek. Eiginlega einstakt.

 Bragi

Það kom margt athyglisvert út úr þessum viðtölum. Yfirgnæfandi meirihluti ekkla bjuggu einir og í flestum tilvikum höfðu þeir ekki gert neinar breytingar á heimilinu. Það var eins og konan væri ennþá nálæg.

 

Bragi vann síðar Masters-og Doktorsritgerð sem byggði að hluta til á þessu athyglisverða efni.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband