20.6.2010 | 11:12
Muni gerði matinn
Muni sonur minn var einn af 15 kokkum sem gerðu matinn í veislunni og vinir mínir þau Valur Pálsson kontrabassaleikari og eiginkona hans Laura Stephenson hörpuleikari (og tengdadóttir Íslands) spiluðu í kirkjunni. Muni minn býr þessa dagana heima hjá Val og Lauru svo segja má að það heimili hafi verið vel representrað í brúðkaupinu. Sjálfur var ég uppí sveit í sænsku Dalarna og reyndi að láta þetta framhjá mér fara.
En ég verð að viðurkenna að mér fannst það gaman að hafa Muna í eldhúsinu og Val og Lauru í tónlistaliðinu og var stoltur af þeim, þó ég hafi reynt mitt ýtrasta til að láta mig þetta litlu varða. Ólafur Ragnar var líka flottur!
Lifi fjalldrapinn og allir hans ættmenn!
![]() |
Konunglegt brúðkaup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook