14.4.2013 | 11:50
Nemendur styðji aldraða við tölvunotkun
Verið er að vinna að gerð tillögu um stuðning við aldraða í tölvumálum. Hugmyndin er að nemendur á mismunandi skólastigum veiti öldruðum ókeypis stuðning varðandi tölvunotkun og internetið.
Gert er ráð fyrir að þróa námskeið í tölvukennslu við nokkra skóla. Námið verður að stórum hluta verklegt og felst m.a. í því að nemendur fara heim til aldraðra og veita stuðning undir handleiðslu kennara.
Nemendur fá einingar fyrir námskeiðið og aldraðir fá aðstoð við að nota tölvur.
Það er stórt og vaxandi lýðræðislegt vandamál að aldraðir einangrast frá samfélagi sem byggir á tölvuvæðingu og tækni sem þróast svo hratt að erfitt er fyrir aldraða að fylgjast með.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Facebook