28.4.2013 | 21:03
Að draga flein úr holdi
ESB umsóknin var sá fleinn sem rekinn var í samstarf félagshyggjufólks á Íslandi. Umsókn sem þvinguð var fram þegar þjóðin var ennþá í sárum á gjörgæsludeild. Þar er undirrót þeirrar óeiningar og sundrungar sem splundraði félagshyggjufólki í þessum kosningum. Þegar sá fleinn verður dreginn úr þjóðarholdinu mun félagshyggjufólk sameinast aftur og flykkja liði í næstu kosningum. Félagshyggjufólk er ríflega helmingur þjóðarinnar og það finnst í flestum flokkum.
En nú er það heilög skylda okkar allra óháð flokkum að vinna saman með þeirri ríkisstjórn sem tekur við stjórnartaumunum og vinna þjóðinni heill. Ísland stendur vel sem sjálfstæð pólitísk og efnahagsleg eining milli stórra bandalaga. Fríverslunarsamningurinn við Kína er dæmi um það og það er arfur frá fráfarandi vinstristjórn, sem getur ef vel er á haldið, opnað marga möguleika.
Þetta fylgishrun varð fyrr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook