Þjóðarsamviskan

Réttlætiskennd, lítillæti, afturhaldssemi í nautnum og hræðslan við að missa andlitið eru ein helstu þjóðareinkenni sænsku millistéttarinnar. Það er ekki þar með sagt að sérhver einstaklingur stjórnist af þessum þáttum, en þjóðarsamviskan pískar þá áfram. Mér er efins um að nokkur önnur þjóð stýrist jafn mikið af þjóðarsamvisku. Menningarvitar og menntamenn skapa samviskuna og fjölmiðlar sjá um að berja þjóðina til hlíðni. Ef þjóðarsamviskan segir að umburðarlyndi gagnvart innflytjendum sé dyggð, kemur fáum til hugar að kvarta yfir innflytjendum opinberlega, en umræður og fordómar í lokuðum hópum eru þeim mun algengari. Ég er ekki ennþá búinn að venjast því eftir 15 ár hvernig fólk sem er nýbúið að úða út úr sér fordómum um innflytjendur í tveggja manna tali, tekur hamskiptum ef það á að standa fyrir máli sínu opinberlega. Þegar ég flutti til Svíþjóðar 1992 lét ég þetta einkenni svía fara afskaplega í taugarnar á mér og fannst þetta skilja íslendinga verulega frá svíum, þ.e. að þora að hafa eigin skoðun og standa fyrir henni opinberlega. Því miður hef ég tekið eftir því heima á seinni árum að íslenska þjóðarsálin er farin að þjást af þessum kvilla og þykir mér það miður. Í seinni tíð verða þær raddir sífellt háværari í Svíþjóð sem efast um heibrigði þess að kæfa óþægilega opinbera umræðu með ofurvaldi þjóðarsamviskunnar. Það er því sorglegt að verða vitni að því að á sama tíma er þetta fyrirbæri að skjóta rótum heima. þessa leið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband