Einsemd sænskra karla

Bild 067Sænskir karlar sem komnir eru um og yfir miðjan aldur eru tilfinningalega heftir. Átta af tíu deila erfiðum tilfinningum bara með maka sínum og um það bil fjórðungur lifir í tilfinningalegri einsemd. Margir eiga þó góða kunningja (”vini”) sem þeir deila með ýmsum áhugamálum en erfiðar tilfinningar á borð við ótta og vanmáttarkennd eru sjaldan bornar á borð. Ein afleiðingin af þessu er að karlarnir eru algerlega háðir mökum sínum hvað tilfinningalegan stuðning varðar. Þetta getur oft reynst konunum þung byrði t.a.m. þegar karlinn greinist með alvarlegan sjúkdóm (t.d. krabbamein). Í þeim tilvikum þarf konan að bera bæði sína eigin óró og angist maka síns. Þó margt hafi verið reynt til að bjóða sænskum körlum með krabbamein tilfinningalegan stuðning í tengslum við meðferðina, eru fáir sem þiggja stuðninginn. Það er því ljóst að konur krabbameinssjúkra karla þurfa stuðning. Karlar sem eru algerlega tilfinningalega einangraðir (þó þeir eigi marga góða ”vini”) líða á ýmsan hátt. Þeir eru t.d. líklegri til að upplifa sig útslitna og þreytta, eru óhamingjusamir og líður almennt verr en þeim sem hafa einhvern að deila erfiðum tilfinningum með. Tilfinningaleg ”þroskahömlun” karla er þjóðfélagsvandamál sem hefur að mínum dómi mun víðtækari afleiðingar en flestir gera sér grein fyrir. Því miður held ég ekki að íslenskir karlmenn greini sig frá þeim sænsku að þessu leiti, nema síður sé!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð mynd af Jónasi frá Gvendarstöðum

jager (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 16:42

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband