26.4.2007 | 09:30
Samtal um fíkn - Pistill 4
Mótstöðuviðbrögð eru eðlileg þegar ráðgjöf á sér stað og ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þeim. Innan læknisfræðinnar er mótstaða hugtak sem tengist heilbrigðu ónæmiskerfi. Mótstaða og breytingatal eru einsog umferðarmerki sem segja þér að halda áfram, sýna varúð, hægja á þér eða stöðva það sem þú ert að gera. Hvert framhaldið er, veltur að miklu leyti á þér. Það eru þín viðbrögð við mótstöðu þess sem þú talar við sem allt veltur á. Ef mótstaða minnkar eftir því sem líður á samtalið, er mjög líklegt að það tengist einhverju sem þú ert að gera. Af þessu má draga þá ályktun að mótstaða sé ekki vandamál þess sem þú talar við (t.d. alkahólneytandans) heldur spurning um samtalshæfileika þína. Sumir, oftast fólk með langa þjálfun í að glíma við gagnrýnendur, sýna þó mikla mótstöðu sama hvaða aðferðum er beitt. Þetta fólk er yfirleitt reitt og í varnarstöðu. En rannsóknir sýna að umfang mótstöðu ræðst að miklu leyti af stíl viðmælandans. Enn og aftur, hvernig þú bregst við mótstöðu skiptir máli. Góð meginregla er að bregðast við mótstöðu án mótstöðu. Einföld viðurkenning á ágreiningi eða tilfinningu, eða skilningur getur auðveldað framhaldið frekar en varnarstaða og jafnframt varnað því að fallið sé í þá gildru að taka afstöðu. DÆMI :
VINSI: Hvað ert þú að ráðleggja mér? Þú hefur örugglega aldrei reykt eina jónu!
ÞÚ: Nei, það er erfitt að ímynda sér hvernig ég geti mögulega skilið þetta.
eða
Það hljómar einsog þú sért mér ansi reiður.
Einnig er hægt að endurkasta því sem vinur þinn segir með því að gera meira úr því. Ef þetta tekst þá hvetur það vininn til að bakka og finna ástæður sem hvetja til breytinga. Þetta þarf að gera með skilningi, öll kaldhæðni eða yfirdrifnar ýkjur geta kallað á fjandsamleg viðbrögð eða aukna mótstöðu. Tvö DÆMI :
VINSI: Konan mín ýkir sífellt, ég hef aldrei verið svona slæmur.
ÞÚ: Þér finnst hún ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur ?
VINSI: Það getur svo sem vel verið að ég þurfi að taka mig eitthvað á, en hún blæs þetta upp.
ÞÚ: Þú hefur verið að velta fyrir þér að minka drykkjuna.
VINSI: Já, ég kannski drekk of mikið en það er ekki eins og ég sé háður því.
ÞÚ: Þú sérð að drykkjan veldur þér og fjölskyldu þinni vandræðum en það er jafnframt mikilvægt fyrir þig að fólk hugsi ekki um þig sem einhvern alka.
---------------------------------
VINSI: Ég get ekki bara hætt að drekka. Hvað myndu vinir mínir halda ?
ÞÚ: Þú höndlar ekki viðbrögð vinanna ef þú hættir ?
VINSI: Það er kannski einum of mikið sagt að ég höndli það ekki, ég finn sjálfsagt einhverja leið til þess.
ÞÚ: Vinir þínir þurfa ekki að standa í veginum fyrir því að þú hættir.
VINSI: Nei, auðvita læt ég þá ekki stjórna mér svoleiðis.
ÞÚ: Þú lætur ekki stjórnast af vinum þínum.
----------------------------------------Munið að vera hreinskiptin, styðjandi og kurteis. Öll merki um kaldhæðni (t.d. hæðnislegt tónfall eða vantrúartónn) eða óþolinmæði getur gert viðbrögð þín fjandsamleg sem eykur mótstöðu vinar þíns.
Sjá einnig pistla 1,2 og 3
Neysla á LSD hefur farið vaxandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Facebook