4.12.2015 | 18:20
Að koma á koppinn
Það er löngu tímabært að gera alvöru rannsókn á stöðu íslenskunnar meðal íslendinga. Ég er sannfærður um það að mikill meirihluta íslendinga á öllum aldri vilji verja íslenskuna. Það er mín tilfinning. En auðvita veit ég það ekki. Ég hvet til þess að gerð verði alvöru rannsókn á slembiúrtaki íslendinga þar sem málvísindi, félagsvísindi og raunvísindi vinni saman. Rannsókn sem leitast við að kanna afstöðu íslendinga til íslenskunnar. Ég hvet til þess að stofnaður verði þverfaglegur hópur vísindafólks til að vinna að RANNÍS umsókn til að koma slíkri rannsókn á koppinn sem fyrst. Sjálfur er ég lesblindur eins og augnstungin moldvarpa.
Sjá einnig:"Að koma á laggirnar".
Íslensk tunga á stutt eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2015 kl. 11:32 | Facebook