24.1.2016 | 11:30
Dýravernd og krabbameinsrannsóknir
Það hefur lengi verið vitað að hundar sem búa við óbeinar reykingar á heimilum fá frekar krabbamein í öndunarveg en aðrir hundar. Ég sat fyrirlestur á Karolinska í Stokkhólmi, árið 1995 (ef ég man rétt), þar sem þetta var rætt.
Á fyrirlesturinn mættu m.a. fulltrúar dýraverndunarsamtaka. Þeir höfðu eitthvað misskilið fyrirsögnina og stóðu í þeirri trú að gerðar hefðu verið vísinda tilraunir á hundum. Þeir voru því nokkuð víghreifir, sérstakleg einn þeirra. Sá hafði kynnt sig sem hundaeiganda og hundavin, í upphafi fundar.
Þegar ljóst varð að um væri að ræða faraldsfræðilega rannsókn þar sem fylgst hafði verið með heilsufari hunda, varð sá víghreifasti ansi gugginn. Sá hafði nefnilega staðið fyrir utan bygginguna áður en fundurinn hófst og brælt í sig sígarettu.
Hundar með stutt trýni reyndust vera í meiri hættu að þróa krabbamein vegna óbeinna reykinga en hundar með löng trýni.
Reykingar hafa áhrif á gæludýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook