30.5.2016 | 07:45
Guðni sameinar
Afstaðan til þess hvort íslendigar ættu að ganga í Evrópusambandið (EU alias ESB) er fleinn sem rekinn var í íslenska þjóðarholdið. Það þarf að draga þann flein úr.
Sú blóeitrun sem fleinninn olli hefur litað umræður á Íslandi of lengi.
Afstaðan til Icsave samningana var t.a.m. lituð af þessari eitrun.
...Þau sem voru höll undir EU/ESB vildu semja, en við sem vorum á móti vildum láta hart mæta hörðu.
En það hefur ekki enn verið reiknað út í krónum talið hvaða leið var best. Við vitum það ekki.
Nú hefur þessi eitrun mengað umræðuna um komandi forseta kosningar.
Ég er einn þeirra sem vildi láta hart mæta hörðu í Icsave, en ég viðurkenni fúslega að það var byggt á andstöðu minni við hugsanlega inngöngu Íslands í EU/ESB, sem ég er algerlega á móti.
Ég er stuðningsmaður Guðna Th í komandi forsetakosningum.
GuðniTh Jóhannesson er sá einstaklingur sem bestur er til þess fallinn að sameina okkur.
Hart tekist á í forsetakappræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook