Fylgi Guðna stöðugt

Samkvæmt mbl. var Guðni með 55,1 % í síðustu könnun en 56% nú.

Gaman að sjá að Andri sækir í sig veðrið. Hann á það vel skilið.

 

mbl 14.6.2016:

"Mæld­ist Guðni nú með 56% fylgi, þegar mælt var fylgi þeirra sem af­stöðu tóku. Fylgi Davíðs Odds­son­ar minnkaði og mæl­ist hann með 16,1%, en 17,7% í síðustu könn­un. Þau Andri Snær Magna­son og Halla Tóm­as­dótt­ir bættu hins veg­ar við sig fylgi og er Andri nú með 13,1% fylgi og Halla 9,6%. Sturla Jóns­son mæl­ist með 2,9% fylgi.  Aðrir fram­bjóðend­ur eru með minna fylgi."

 

mbl  13.6.2016:

"55,1% þeirra sem spurðir voru í þjóðmála­könn­un Fé­lags­vís­inda­sviðs Há­skóla Íslands sem unn­in var fyr­ir Morg­un­blaðið sagðist myndu kjósa Guðna Th. Jó­hann­es­son til embætt­is for­seta Íslands ef kosið yrði í dag.

Fylgi Guðna er stöðugt frá síðustu könn­un. Næst­ur á eft­ir Guðna er Davíð Odds­son sem hef­ur 15,9% stuðning og lækk­ar um 3,8 pró­sentu­stig frá síðustu könn­un.

Halla Tóm­as­dótt­ir bæt­ir mestu fylgi við sig frá síðustu könn­un, er nú með 12,3% fylgi, var 9,8% síðast. Halla er kom­in upp fyr­ir Andra Snæ Magna­son, sem var með tæp 12% síðast en lækk­ar núna niður í 11%. Aðrir fram­bjóðend­ur eru með sam­an­lagt 5,7% fylgi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um könn­un þessa í Morg­un­blaðinu í dag."


mbl.is Fylgi Guðna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband