14.6.2016 | 18:19
Fylgi Guðna stöðugt
Samkvæmt mbl. var Guðni með 55,1 % í síðustu könnun en 56% nú.
Gaman að sjá að Andri sækir í sig veðrið. Hann á það vel skilið.
mbl 14.6.2016:
"Mældist Guðni nú með 56% fylgi, þegar mælt var fylgi þeirra sem afstöðu tóku. Fylgi Davíðs Oddssonar minnkaði og mælist hann með 16,1%, en 17,7% í síðustu könnun. Þau Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir bættu hins vegar við sig fylgi og er Andri nú með 13,1% fylgi og Halla 9,6%. Sturla Jónsson mælist með 2,9% fylgi. Aðrir frambjóðendur eru með minna fylgi."
mbl 13.6.2016:
"55,1% þeirra sem spurðir voru í þjóðmálakönnun Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Morgunblaðið sagðist myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson til embættis forseta Íslands ef kosið yrði í dag.
Fylgi Guðna er stöðugt frá síðustu könnun. Næstur á eftir Guðna er Davíð Oddsson sem hefur 15,9% stuðning og lækkar um 3,8 prósentustig frá síðustu könnun.
Halla Tómasdóttir bætir mestu fylgi við sig frá síðustu könnun, er nú með 12,3% fylgi, var 9,8% síðast. Halla er komin upp fyrir Andra Snæ Magnason, sem var með tæp 12% síðast en lækkar núna niður í 11%. Aðrir frambjóðendur eru með samanlagt 5,7% fylgi, að því er fram kemur í umfjöllun um könnun þessa í Morgunblaðinu í dag."
Fylgi Guðna minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Facebook