Siðferðileg skylda

Allar rannsóknir benda til þess að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu og að aukin neysla leiðir til aukningar á fjölda ofneytenda.

Fólk sem á í erfiðleikum með að hemja áfengisneyslu og er að reyna að draga úr neysluna (eða hætta alveg), þarf oft að sniðganga áfengi til að byrja með. Það mun ekki auðvelda þessum stóra hóp að taka fyrstu skrefin ef áfengi verður selt í matvöruverslunum.

Þeir ofneytendur sem verða að hætta eða draga verulega úr notkun áfengis, til að skaða ekki sjálft sig og aðra, eru líklega um 20% fullorðinna áfengisneytenda á aldursbilinu 30-70 ára (sænskar tölur). Þessi stóri hópur teygir anga sína inn í svo til allar fjölskyldur á Íslandi.

Mín niðurstaða er því sú að það sé hættulegt skref að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum.

Verði þetta hinsvegar raunin, er stjórnvöldum siðferðilega skylt að auka verulega fjármagn til forvarna og meðferðamála.  


mbl.is Sagt mesta afturför í lýðheilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband