24.9.2021 | 21:51
Að sligasts undan oki excellblaðsins
"New Public Management" er fyrirbæri sem er að kæfa skapandi starf í opinberum rekstri má þá nefna sjúkrastofnanir.
Millistjórnendur eru að sligasts undan oki excellblaðsins. Þora ekki að taka nauðsynlegar ákvarðanir eins og að endurnýja ónýta hluti, hvað þá að ráða afleysingarfólk á álagstímum t.d. þegar veikindi herja á starfsfólkið.
Excell væðingin skapar dálka hugsun þar sem aðal atriðið verður að fá dálkinn til að standa alltaf á núlli í lok rekstrar tímabilsins, sem oftast er þar að auki alltof stutt.
Þessir stjórnunarhættir hefta mjög allt samstarf milli rekstrareininga.
Hugrakkir millistjórnendur sem þó reyna að skapa gróðurhús til að rækta samstarf, eru að sligast undan ónauðsynlegu bókhaldi og reikningum sem þau senda milli eininga, í stað þess að ganga út frá því sem vísu að oftast jafnast kostnaður vegna samstarfs út þegar til lengdar lætur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook