Þegar besti vinur sviptir sig lífi

Karlmaður um fimmtugt hringdi einhverju sinni í mig eftir að hafa séð umfjöllun um rannsókn sem ég var ábirgur fyrir. Hann hringdi vegna þess að hann þurfti að ná í einhvern til að tala við um erfitt mál, hann hafði engan annan. Besti vinur hans hafði svipt sig lífi fyrr í sömu viku.

Það hafði komið eins og reiðarslag bæði fyrir hann og alla aðra. Þeir höfðu verið bestu vinir frá því í menntaskóla og hittust reglulega, síðast tveim dögum áður en vinurinn svipti sig lífi.

Nú sat hann einn eftir með svíðandi sektartilfinningu og höfuðið fullt af spurningum. Um hvað hafði þessi vinátta eiginlega snúist? Hafði hann kannski ekki hlustað, ekki heyrt, þegar vinur hans var að hrópa á hjálp? Hefði hann ekki getað gert eitthvað? Ég sat bara og þagði, svaraði beinum spurningum en sagði annars sem minnst. Leyfði honum að tala eins og hann hafði líklega aldrei áður gert, við mann sem hann þekkti ekki neitt.

Það var kannski einmitt þess vegna sem hann þorði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband