23.2.2023 | 22:55
Sorg barna - ábirgð heilsugæslu og dánarvottorð
Nýjar lagagreinar tóku gildi nýlega þar sem réttindi barna sem missa foreldri og ábirgð samfélagsins gagnvart þessum börnum, eru betur skilgreind. Í nýju lagagreinunum er heilsugæslan skilgreind sem lykilaðili í eftirfylgni barna sem missa foreldri. Læknir sem skrifar dánarvottorð einstaklings, sem er foreldri barns undir 18. ára, er samkvæmt lögunum skyldugur til að tilkynna þeirri heilsugæslu þar sem barnið er skráð, að foreldri barns á þjónustusvæði hennar hafi nýlega látist. Heilsugæslustöðin er þar með skyldug til að athuga hagi barnsins og veita þann stuðning sem þörf er á.
Því miður eru þessi lög ekki að virka. Það sem vantar er að læknir sem skrifar út dánarvottorð hafi aðgang að upplýsingum um börn viðkomandi og hvar þau eru skráð. Þetta er mikilvægur þröskuldur sem þarf að komast yfir til þess að lögin nái markmiðum sínum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook