Alþjóðavæðing íslenskrar náttúru

Virkjanir til að reka heimili og atvinnulíf með sem minnstu kolefnisspori eru mér hjartans mál. Ég er þó á móti ónauðsynlegum virkjunum, sem skilja eftir ljót ör í náttúru landsins, bara til að virkja.  

Við þurfum ekki fleiri virkjanir sem hafa það eitt að markmiði að opna landið og hagkerfið enn frekar fyrir alþjóðlegum auðhringjum sem þurfa að flytja inn bæði hráefni og vinnuafl. Það eykur spennuna í hagkerfinu sem er næg fyrir. Við þurfum ekki fólksfjölgun sem er langt umfram eðlilega sjálfbæra fjölgun. 

Ef lífeyrissjóðakerfi framtíðar á að byggja þá því að stöðugt þurfi að flytja inn vinnuafl til að standa undir því, þá er það á villigötum. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband