Að vera á móti en aðhyllast ekkert

Neikvætt atkvæði er hugmynd sem Agnar Helgason (litli bróðir minn) kom fram með fyrir nokkrum árum. Hugmyndin gengur útá það að gera lýðræðið virkara með því að gefa fólki þriðja valmöguleikann í kosningum þ.e. kjósa flokk, skila auðu , eða greiða atkvæði GEGN flokki.

Ég var á borgarafundinum í Háskólabíó í kvöld og ræddi við fjölda fólks eftir fundinn sem vildi kjósa sem fyrst en var algerlega ráðvillt í því hvað það vildi kjósa. Þá datt mér í hug þessi gamla hugmynd frá Agga bróður. Þú getur nefnilega verið afskaplega mikið á móti einhverju án þess að vera endilega sannfærður um hvað þú eiginlega aðhyllist. Neikvætt atkvæði myndi einfaldlega dragast beint frá atkvæðatölu viðkomandi flokks. Ég flyt hér með þessa tillögu fyrir hönd Agga.

Annars fannst mér hálfgerð skömm að því hvað ráðamenn fóru undan á flæmingi á fundinum þegar talið barst að auðmönnum. Það hlýtur að vera réttmæt krafa að þeir sem eignuðust fasteignir fyrir loftpeninga séu látnir skila þeim aftur. Einhver leið hlýtur að vera til þess. 


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ásgeir vertu í sambandi 8641587

Gunnar Skúli Ármannsson, 25.11.2008 kl. 00:16

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sæll Gunnar,

ég hef ekki haft tíma til að skoða bloggið fyrr en núna. Reyni að slá á þráðinn til þín á morgun. Þú nærð líka á mig í síma = 8496009 fram á laugardag en þá fer ég aftur til Stokkhólms og verð þar fram yfir áramót. Mér líður ekki vel með að þurfa að vera burtu frá landinu einmitt núna en fjölskylduaðstæður leyfa ekki annað.

Ásgeir Rúnar Helgason, 25.11.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að skila auðu eru skýr skilaboð að mínu mati.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 17:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband