Efnahags- og nú náttúruhryðjuverkamenn?

Það væru mikil mistök í varnarbaráttu þjóðarinnar að hefja aftur hvalveiðar í dag.

Víða um heim er litið er á íslendinga sem "efnahagshryðjuverkamenn" og ættjarðarelskandi landar búsettir erlendis eru á kafi í PR sjálfboðavinnu við að reyna að koma vitinu fyrir fólk og útskýra muninn á íslendingum og útrásarvíkingum.

Sá ímyndaskaði sem hvalveiðar hefðu fyrir landið á þessari stundu er skelfilegur. Hvalveiðar eru einfaldlega náttúruhryðjuverk í augum mjög margra hvað sem vísindin og skynsemin segja.

Við höfum engin tök á að berjast og verjast á tveim vígstöðvum samtímis. Breytið hvalbátunum í skoðunarskip og hvalstöðinni í ferðamiðstöð.

Það væri vit í því!


mbl.is ESB gagnrýnir hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband