Eðlilegt?

Það lýtur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé að komast á sama ról og aðrir hægriflokkar á Norðurlöndum fylgislega séð. Auðvitað þurfa kapítalistar að eiga sína talsmenn á þingi eins og aðrir en það fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft á Íslandi undanfarna áratugi er langt út fyrir það sem eðlilegt má teljast fyrir svona flokk.

Það er sjálfsagt og lýðræðislegt að flokkar og bandalög sem stofnuð eru kringum hagsmuni venjulegra launþega  séu kjölfestan í pólitíkinni. Ef allt er með eðlilegum hætti eiga félagshyggjuflokkar að hafa rétt rúmt 50% fylgi í almennum kosningum. Nú er ástandið ekki eðlilegt og því varla nema von að félagshyggjuflokkarnir fái aukinn meirihluta. Gæti orðið allt að 60% í þessum kosningum ef Samfylkingin missir sig ekki í Evrópuumræðuna.

Það væri holt fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar til framtíðar er litið ef flokkurinn  fengi verulegan rassskell í komandi kosningum og það væri afskaplega óeðlilegt ef svo yrði ekki. Eðlilegt fylgi flokksins við þessar aðstæður er um 20% og eðlilegt fylgi svona flokks við venjulegar aðstæður er um 25%.

Það sem getur sett strik í reikninginn og aftur lyft Sjálfstæðisflokknum yfir 30% múrinn er einstrengileg afstaða Samfylkingarinnar til Evrópusambandsins. Hægrisinnaðir kratar hafa í raun ekkert val annað en Sjálfstæðisflokkinn ef það mál verður pólitískt bitbein. Verði hinsvegar Evrópubandalagssinnar ofaná í Sjálfstæðisflokknum er líklegt að flokkurinn einangrist og fylgistapið verði varanlegt.

 


mbl.is Guðlaugur telur málið ekki skaða flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband