Hvað veldur?

Fáir efast um að SÁÁ geri margt gott fyrir marga. En spurningin er eftir sem áður hvort þessu fé sé vel varið eða hvort þetta gífurlega flæði skjólstæðinga inná Vog sé dæmi um  oflækningar og/eða afleiðing einstrengislegrar umræðu um orsök og eðli ofnotkunnar áfengis og áfengisfíknar þ.e. sjúkdómshugtakinu og þeirri trú að þú verðir að ná botninum til að ná bata.

Ný nálgun sem hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár er “Motivational Interviewing” (MI) sem ef til vill má þýða sem “hvetjandi samtal”.   

 

Höfundar “hvetjandi samtalstækni” hafa unnið í áratugi með fíkla af ýmsum toga og hvetjandi samtalstækni er því byggð á víðtækri kínískri reynslu og þykir vel vísindalega grundvölluð nálgun.

 

Víða er hvetjandi samtalstækni kennd undir hatti hugrænnar atferlismeðferðar (Cognitive Behavior Therapy) og telst til vísindalegrar sálfræði sem hefur sannanleg áhrif í vísindalegu mati (rannsóknum).

 

Þeir sem vinna í anda hvetjandi samtalstækni ganga ekki útfrá því sem staðreynd að allir ofneytendur alkóhóls þurfi að “finna sinn botn” áður en bati geti hafist: 

Alkóhól -> afneitun -> botn -> bati 

 

Heldur er unnið útfrá þeirri hugmynd að samspil alkóhólneytandans við fólk í umhverfi hans “þvingi” viðkomandi inn í “mótþróa/mótstöðu” sem getur staðið í veginum fyrir því að ná valdi á neyslunni áður en allt er komið í óefni, einfaldlega vegna þess að mótstaðan gerir það að verkum að viðkomandi leitar sér ekki hjálpar í tíma. 

 

Kenningin: Alkóhól -> afneitun -> botn -> bati, er því samkvæmt hvetjandi samtalstækni meira lærð hegðun en meðfædd. Hvetjandi samtalstækni tekur enga afstöðu til þess hvort “alkóhólismi” sé sjúkdómur (meðfæddur eða áunninn) eða ekki.

Hvetjandi samtalstækni er einfaldlega aðferð til að skapa grundvöll til jákvæðra samræðna um neikvæðan lífsstíl með það að markmiði að bjóða fólki hjálp til að ná tökum á lífinu áður en allt er komið í óefni (áður en botninum er náð). 


mbl.is 9,4% karla hafa lagst inn á Vog
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband