Nýtt byltingarástand í uppsiglingu?

Stór hluti þjóðarinnar er ennþá í afneitun ef marka má ummæli Steingríms Joð. Hvað gerist þegar allt þetta fólk vaknar og kemst af afneitunarstiginu yfir á reiðistigið. Verður þá aftur byltingarástand á Austurvelli?

 

Byltingarástand myndast þegar nægjanlega stór hópur hefur engu að tapa og telur sér misboðið.

 

Þegar alþýðan horfir uppá einstaklinga hrifsa til sín eignir í skjóli skorts á “eðlilegum og réttlátum” lögum.

 

Þegar lög landsins eru úr takt við siðferðiskennd fólks.

 

Þegar reiði fólks er mætt með tilvísun í úrelt og óréttlát lög og reglur.

 

Þegar stjórnvöld vilja ekki eða telja sér ekki fært að verða við kröfum alþýðunnar um réttlæti.

 

Margt af þessu á við á Íslandi en það er langur vegur frá að meirihluti fólks hafi engu að tapa. En hvað gerist þegar þjóðin kemst af “afneitunarstiginu” og fleiri og fleiri bætast í þann hóp sem er á “reiðistiginu”.

 

Vissulega eru margir þegar komnir á reiðistigið eins og “búsáhaldabyltingin” sýndi og líklega eru einhverjir þeirra komnir á “sáttarstigið”. En þjóðin er ekki einn einstaklingur og aðstaða fólks er mismunandi á mismunandi tíma. Hvað gerist þegar þessi nýi tappi losnar úr tómatsósuflöskunni?

 
mbl.is Framsóknarmenn í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband