25.5.2009 | 15:31
Á að selja fólki í áfalli ónýta áfallatryggingu á Slysavarðstofunni?
Það er of afdrifaríkt fyrir fullveldi þjóðarinnar til að taka stór skref við afbrigðilegar aðstæður. Ekki ósvipað því að hleypa tryggingarsölumönnum inn á bráðamóttöku og gefa þeim veiðileyfi á að selja fólki sem nýlega hefur lent í slysi, áfalla- og slysatryggingar.
Það þarf að gefa fólki svigrúm til að jafna sig eftir hörmungar síðustu mánaða áður en farið verður í atkvæðagreiðslu um aðild að þessu bandalagi. Ekki síst í ljósi þess að ESB sinnar virðast hafa mikinn og greiðan aðgang að auglýsingafjármagni og fjölmiðlum.
Fullveldi landsins er verðmætasta eign þjóðarinnar til framtíðar. Þjóðin verður að fá tíma til að vinna úr áfallinu, reiðinni og vonleysinu áður en þetta er lagt fyrir. Þessi tillaga er u.þ.b. einu ári of snemma á ferðinni.
ESB-tillaga lögð fram á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook