Ég segi JÁ

Carl Bildt utanríkisráðherra Svía hefur lýst því yfir að hann telji mikilvægt fyrir ESB að fá sterka nærveru á norður Atlandshafinu vegna mikilvægrar legu þessa svæðis. Þetta er svæði þar sem NAFTA og Rússland ráða lögum og lofum. Innganga Íslands í ESB myndi skapa ESB fótfestu á svæðinu. Svo mælir Carl Bildt.

Þetta er satt og svæðið er ekki síst mikilvægt vegna þess að hlýnun jarðar mun leiða til þess að norður siglingaleiðin mun opnast og þá verður Ísland í lykil aðstöðu sem hafnarsvæði og hægt að byggja hér upp mikla starfsemi til að þjóna alþjóðlegum siglingum. Auk þess mun það opna nýja möguleika fyrir Ísland að versla við risann Kína sem hungrar eftir matvælum og vörum.

Hvílíkt glapræði væri það ekki að leggja þetta allt í hendurnar á ESB í stað þess að nýta sér þessa möguleika sem sjálfstæð eining milli efnahagsrisanna NAFTA, ESB, Rússlands og Kína.

Þjóðin þarf tíma til að sjá þessa nýju möguleika. Tíma til að komast heim af Slysavarðstofunni og skoða málin útfrá nýjum og breyttum forsendum. Sannleikurinn er nefnilega sá að við eigum mikla möguleika til að byggja hér upp nýtt og betra samfélag, grundvallað á raunverulegum verðmætum.

Við eigum að vinna náið með Norðurlöndunum eins og við höfum gert og versla frjálst við NAFTA, ESB, Kína, Rússland, Japan og alla aðra sem vilja hafa við okkur samskipti. Við eigum margt að bjóða heimsbyggðinni og það er engin ástæða til þess fyrir Ísland að loka sig inní horni einnar efnahagsblokkar þegar allur heimurinn stendur okkur opinn.

Ég segi já við þeirri framtíð að Ísland sé sjálfstæð eining milli stórra efnahagsbandalaga. Til þess höfum við alla burði þegar búið er að taka til eftir sandkastalakapítalistana.


mbl.is Mikil óvissa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband