22.7.2009 | 07:47
Hvenær rífur þingmaður trúnað?
Velta má því fyrir sér hvenær rétt sé fyrir stjórnmálamenn að brjóta trúnað gagnvart "kerfinu" í þágu fólksins? Eitt dæmi um slíkt er það öngstræti sem fólk er í gagnvart Icesave samkomulaginu. Stöðugt er vísað til trúnaðarskjala sem eiga að réttlæta afstöðu stjórnarflokkanna í málinu.
Hvenær ber þingmanni, sem er fulltrúi þjóðarinnar, skylda til að setja trúnað sinn gagnvart kjósendum ofar trúnaði gagnvart pukurveldi stjórnmálanna? Þeir sem greiða atkvæði gegn þessum samning og hafa aðgang að þeim gögnum sem samkvæmt "heimildum" eiga að réttlæta samninginn, ættu að íhuga þetta mál sérstaklega.
Eru þessi gögn meira túlkunaratriði en borðlagðar staðreyndir? Ekki veit ég og mun ekki vita fyrr en einhver velur að rjúfa leynd og segja mér frá því.
Vissulega er hægt að dæma fólk í fangelsi fyrir að greina frá innihaldi trúnaðarskjala og því skiljanlegt að fólk veigri sér við því jafnvel þú samviskan segi því að sannleikurinn sé sagna bestur. En ef það er bara óttinn við fangelsið sem heldur þingmanni frá því að segja sannleikann, þá á hann/hún ekki að vera í stjórnmálum. Finnst mér.
Nema þá að fólkið meti það sem svo að það sé beinlínis hættulegt fyrir hagsmuni þjóðarinnar að greina frá öllum gögnum. Annars fæ ég dæmið ekki til að ganga upp.
Stjórnarliðar gegn ríkisábyrgðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook