Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.2.2017 | 13:01
Siðferðileg skylda
Allar rannsóknir benda til þess að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu og að aukin neysla leiðir til aukningar á fjölda ofneytenda.
Fólk sem á í erfiðleikum með að hemja áfengisneyslu og er að reyna að draga úr neysluna (eða hætta alveg), þarf oft að sniðganga áfengi til að byrja með. Það mun ekki auðvelda þessum stóra hóp að taka fyrstu skrefin ef áfengi verður selt í matvöruverslunum.
Þeir ofneytendur sem verða að hætta eða draga verulega úr notkun áfengis, til að skaða ekki sjálft sig og aðra, eru líklega um 20% fullorðinna áfengisneytenda á aldursbilinu 30-70 ára (sænskar tölur). Þessi stóri hópur teygir anga sína inn í svo til allar fjölskyldur á Íslandi.
Mín niðurstaða er því sú að það sé hættulegt skref að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum.
Verði þetta hinsvegar raunin, er stjórnvöldum siðferðilega skylt að auka verulega fjármagn til forvarna og meðferðamála.
![]() |
Sagt mesta afturför í lýðheilsu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2017 | 20:31
Fíkn er heilbrigðisvandi
Það er mikið til í þessu hjá Sigvalda. Forvarnir eru lykillinn. Fíkn er heilbrigðisvandi frekar en lögreglumál. Við náðum gríðarlega góðum árangri í að sporna gegn nikótínfíkn m.a. tóbaksreykingum með öflugu forvarnarstarfi sem fólst í fræðslu og samræðum við krakka í grunnskóla. Ekki hótunum um fangelsi. Það er hægt að ná sambærilegum árangri í öðrum fíkniefnavörnum ef rétt er að málum staðið. Það er ég sannfærður um. Að því sögðu þá tel ég að allt tal um svokallað "læknadóp" sé skaðlegt og vinni gegn raunhæfum forvörnum. Það verður alltaf hægt að misnota lyf. Upplýstar samræður við unglinga er eina raunhæfa leiðin til að draga úr notkun vímu- og fíkniefna.
Það forvarnastarf sem við þróuðum hjá Krabbameinsfélaginu gegn reykingum á árunum 1970-1990, að frumkvæði Þorvarðar Örnólfssonar, skilaði feikna góðum árangri, en það tók tíma. Það má vel lýta til þess sem fyrirmynd fyrir annað forvarnastarf. Krabbameinsfélagið gerði langtíma áætlun. Allir bekkir í gunnskólum landsins (frá og með 11 ára bekk) voru heimsóttir árlega af sérþjálfuðum sendikennurum (fræðslufulltrúum). Vel var fylgst með þróun mála meðkönnunum í samráði við Borgarlækni og Landlækni.
Kannanir eru ennþá framkvæmdar af vísindamönnum, nú á vegum Rannsókna og greiningar. Hinsvegar vantar mikið uppá þann þátt sem snýr að markvissum árlegum heimsóknum í skólana í dag. Ég tek gjarna að mér í samráði við Heilbrigðisyfirvöd að byggja aftur upp slíka vettvangsstarfsemi með fókus á vímu-/fíkniefni og misnotkun lyfja, en þá verða stjórnvöld að taka um það pólitíska ákvörðun og setja stefnuna á 20 ára forvarnaverkefni. Það er nefnilega þannig að það fræ sem sáð er í 12 ára bekk ber ekki ávöxt fyrr en nokkrum árum síðar og aðeins ef vel er hirt um garðinn.
![]() |
Lögðu hald á talsvert magn fíkniefna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.1.2017 kl. 13:56 | Slóð | Facebook
25.11.2016 | 10:54
Sparireikningar uppgripavinnufólks
![]() |
Katrín skilar umboðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2016 | 09:14
Erum við kannski að nota lyfin rétt?
Getur verið að það sé samband á milli mikillar lyfjanotkunar og þess að Íslendingar koma hæstir út úr prófum sem meta sálræna og líkamlega líðan fólks. Erum við kannski að nota lyfin rétt? Í stað þess að ofnota þau.
Umræða um fíkniefni og svokallað "læknadóp" ber alltof oft keim af fordómum, mannfyrirlitningu og hatri. Auðvita þurfa margir lyf til að vinna á vanlíðan, svefnleysi og verkjum. Meðtalin lyf gegn þunglyndi, ópíat (og kanabíót) lyf gegn krónískum verjum og vanlíðan, lyf gegn kvíða, streitu, maníu, svefntruflunum og ofvirkni.
Líklega eru mörg þessara lyfja "ávanabindandi". En allt tal um svokallað "læknadóp" er poppúlístísk hatursumræða, full af mannfyrirlitningu.
![]() |
Vafasamt Norðurlandamet í lyfjanotkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2016 | 14:42
Grýla fjárglæframanna
Það er afar ógeðfelt að erlendir fjárglæframenn auglýsi í Íslenskum fjölmiðlum og noti mynd af Seðlabankastjóra Íslands eins og Grýlu til að reyna að hræða þjóðina. Gott hjá Fréttablaðinu að neita að birta áróðurinn. Skil ekkert í Mogganum að birta þetta. Er þetta löglegt? Er hægt að nota myndir af fólki á þennan hátt, að því forspurðu? Er ekki a.m.k. höfundaréttur á myndinni?
27.10.2016 | 17:44
Háir hælar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook
14.10.2016 | 11:09
Innanmein og taugaveiklun
Það er ekki svo ýkja langt síðan fólk dó umvörpum úr innanmeinum og öðrum dularfullum líkamskvillum. Þegar læknavísindum óx ásmegin fækkaði innanmeinum og sjúkdómsgreiningar urðu markvissari.
Skilningur á eðli og starfsemi líkamans gerði það kleift að greina og síðan meðhöndla sjúkdóma eins og krabbamein. Lækna sum mein og halda öðrum í skefjum. Þetta krafðist mikillar vinnu og fjárútláta. Meðhöndlun líkamlegra sjúkdóma tók jafnt og þétt stærri hluta þjóðarframleiðslunnar. Flestir voru sammála um að heilbrigði væri kjarninn í mannlegri tilvist, jafnvel tilgangur hennar. Það var því sjálfsagt að samfélagsarðurinn væri notaður til að byggja upp öfluga heilbrigðisþjónustu.
Sálfræðin á tímamótum
Þekking á eðli og starfsemi hugans er að mörgu leiti á álíka tímamótum í dag og skilningur okkar á eðli líkamlegra sjúkdóma var fyrir mörgum áratugum. Á svipaðan hátt og margir lífshættulegir líkamlegir sjúkdómar voru áður skilgreindir sem innanmein, var gjarna talað um taugaveiklun, móðursýki og æði þegar lýsa átti hugarástandi fólks. Í dag skiljum við betur hvernig heilinn og hugurinn virka og áttum okkur líka betur á því hvernig samspili þessara þátta við umhverfið er háttað.
Raunvísindaleg vinnubrögð verða sífellt algengari í sálfræðirannsóknum og raunprófuð meðferðaúrræði eru í mikilli þróun innan sálfræðinnar. En allt kostar þetta peninga.
Iðnaðurinn hefur um margt verið driffjöður í þróun læknisfræðilegra meðferða. Meðferðaform sem ekki er hægt að koma í verð t.a.m. með sölu nýrra lyfja og einkaleifa eða nýrrar tækni, hafa setið á hakanum. Þróun þeirra hefur því verið hægfara.
Það er ekki hægt að byggja upp raunvísindalega grundaða sálfræðimeðferð eða skilvirka sálfræðiþjónustu án þess að gert sé ráð fyrir því í fjárlögum, bæði til menntamála og félags- og heilbrigðismála.
Ásgeir R. Helgason
Höfundur er dósent í sálfræði
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook
9.7.2016 | 19:32
Kirkjugrið
"Kirkjugrið fólust í að sá sem sóttur var með vopnavaldi mátti leita sér skjóls í kirkju eða kirkjugarði og naut friðhelgi meðan hann dvaldi þar."
Sjá nánar á Vísindavef = http://www.visindavefur.is/svar.php?id=71089
Það skipti engu máli hverjar trúar þeir voru sem leituðu griða.
Í löndum múslima eru sterkar hefðir fyrir því aðveita grið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook
21.6.2016 | 09:14
Hann kann að hlusta og greina flókin mál
Ég hef aldrei verið í Sjálfstæðisflokknum og aldrei talað fyrir því að Ísland gangi í ESB (EU). Ég treysti Guðna best til að sætta andsæða póla. Guðni er vel að sér um íslenskt samfélag og vel áttaður í samfélagi þjóðanna. Hann kann að hlusta og greina flókin mál. Við þurfum forseta með þá eiginleika sem GuðniTh Jóhannesson býr yfir.
![]() |
Þú ert ekki að stýra hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2016 | 21:47
Gott hjá mbl.
Ég hef verið að pirra mig undanfarið yfir umfjöllun Morgunblaðsins og vegna fréttaflutnings af framboðsmálum. En líka ber að hrósa þegar faglega er að málum staðið, eins og hér. Balanseruð og vel skrifuð umfjöllun.
![]() |
Guðni með 51% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |