Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Grýla fjárglæframanna

Það er afar ógeðfelt að erlendir fjárglæframenn auglýsi í Íslenskum fjölmiðlum og noti mynd af Seðlabankastjóra Íslands eins og Grýlu til að reyna að hræða þjóðina. Gott hjá Fréttablaðinu að neita að birta áróðurinn. Skil ekkert í Mogganum að birta þetta. Er þetta löglegt? Er hægt að nota myndir af fólki á þennan hátt, að því forspurðu? Er ekki a.m.k. höfundaréttur á myndinni?


Háir hælar

háir hælar
Mér var í gær sagt að flugþjónar væru skyldaðir til að vera í háhæluðum skóm í vinnunni.
 
Ég trúi þessu ekki.
 
Er þetta satt?
 
Vonandi ekki.

Innanmein og taugaveiklun

 

Það er ekki svo ýkja langt síðan fólk dó umvörpum úr „innanmeinum“ og öðrum dularfullum líkamskvillum. Þegar læknavísindum óx ásmegin fækkaði innanmeinum og sjúkdómsgreiningar urðu markvissari.

Skilningur á eðli og starfsemi líkamans gerði það kleift að greina og síðan meðhöndla sjúkdóma eins og krabbamein. Lækna sum mein og halda öðrum í skefjum. Þetta krafðist mikillar vinnu og fjárútláta. Meðhöndlun líkamlegra sjúkdóma tók jafnt og þétt stærri hluta þjóðarframleiðslunnar. Flestir voru sammála um að heilbrigði væri kjarninn í mannlegri tilvist, jafnvel tilgangur hennar. Það var því sjálfsagt að samfélagsarðurinn væri notaður til að byggja upp öfluga heilbrigðisþjónustu.

 

Sálfræðin á tímamótum

 

brainÞekking á eðli og starfsemi hugans er að mörgu leiti á álíka tímamótum í dag og skilningur okkar á eðli líkamlegra sjúkdóma var fyrir mörgum áratugum. Á svipaðan hátt og margir lífshættulegir líkamlegir sjúkdómar voru áður skilgreindir sem innanmein, var gjarna talað um taugaveiklun, móðursýki og æði þegar lýsa átti hugarástandi fólks. Í dag skiljum við betur hvernig heilinn og hugurinn virka og áttum okkur líka betur á því hvernig samspili þessara þátta við umhverfið er háttað.

Raunvísindaleg vinnubrögð verða sífellt algengari í sálfræðirannsóknum og raunprófuð meðferðaúrræði eru í mikilli þróun innan sálfræðinnar. En allt kostar þetta peninga.

Iðnaðurinn hefur um margt verið driffjöður í þróun læknisfræðilegra meðferða. Meðferðaform sem ekki er hægt að koma í verð t.a.m. með sölu nýrra lyfja og einkaleifa eða nýrrar tækni, hafa setið á hakanum. Þróun þeirra hefur því verið hægfara.

Það er ekki hægt að byggja upp raunvísindalega grundaða sálfræðimeðferð eða skilvirka sálfræðiþjónustu án þess að gert sé ráð fyrir því í fjárlögum, bæði til menntamála og félags- og heilbrigðismála.

 

 

 

Ásgeir R. Helgason

Höfundur er dósent í sálfræði


Kirkjugrið

"Kirkjugrið fólust í að sá sem sóttur var með vopnavaldi mátti leita sér skjóls í kirkju eða kirkjugarði og naut friðhelgi meðan hann dvaldi þar."

Sjá nánar á Vísindavef = http://www.visindavefur.is/svar.php?id=71089

Það skipti engu máli hverjar trúar þeir voru sem leituðu griða.

Í löndum múslima eru sterkar hefðir fyrir því aðveita grið.


Hann kann að hlusta og greina flókin mál

Ég hef aldrei verið í Sjálfstæðisflokknum og aldrei talað fyrir því að Ísland gangi í ESB (EU). Ég treysti Guðna best til að sætta andsæða póla. Guðni er vel að sér um íslenskt samfélag og vel áttaður í samfélagi þjóðanna. Hann kann að hlusta og greina flókin mál. Við þurfum forseta með þá eiginleika sem GuðniTh Jóhannesson býr yfir.


mbl.is „Þú ert ekki að stýra hér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá mbl.

Ég hef verið að pirra mig undanfarið yfir umfjöllun Morgunblaðsins og vegna fréttaflutnings af framboðsmálum. En líka ber að hrósa þegar faglega er að málum staðið, eins og hér. Balanseruð og vel skrifuð umfjöllun.


mbl.is Guðni með 51% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgi Guðna stöðugt

Samkvæmt mbl. var Guðni með 55,1 % í síðustu könnun en 56% nú.

Gaman að sjá að Andri sækir í sig veðrið. Hann á það vel skilið.

 

mbl 14.6.2016:

"Mæld­ist Guðni nú með 56% fylgi, þegar mælt var fylgi þeirra sem af­stöðu tóku. Fylgi Davíðs Odds­son­ar minnkaði og mæl­ist hann með 16,1%, en 17,7% í síðustu könn­un. Þau Andri Snær Magna­son og Halla Tóm­as­dótt­ir bættu hins veg­ar við sig fylgi og er Andri nú með 13,1% fylgi og Halla 9,6%. Sturla Jóns­son mæl­ist með 2,9% fylgi.  Aðrir fram­bjóðend­ur eru með minna fylgi."

 

mbl  13.6.2016:

"55,1% þeirra sem spurðir voru í þjóðmála­könn­un Fé­lags­vís­inda­sviðs Há­skóla Íslands sem unn­in var fyr­ir Morg­un­blaðið sagðist myndu kjósa Guðna Th. Jó­hann­es­son til embætt­is for­seta Íslands ef kosið yrði í dag.

Fylgi Guðna er stöðugt frá síðustu könn­un. Næst­ur á eft­ir Guðna er Davíð Odds­son sem hef­ur 15,9% stuðning og lækk­ar um 3,8 pró­sentu­stig frá síðustu könn­un.

Halla Tóm­as­dótt­ir bæt­ir mestu fylgi við sig frá síðustu könn­un, er nú með 12,3% fylgi, var 9,8% síðast. Halla er kom­in upp fyr­ir Andra Snæ Magna­son, sem var með tæp 12% síðast en lækk­ar núna niður í 11%. Aðrir fram­bjóðend­ur eru með sam­an­lagt 5,7% fylgi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um könn­un þessa í Morg­un­blaðinu í dag."


mbl.is Fylgi Guðna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðari Morgunblaðsins

Guðni TH Jóhannesson er ennþá langefstur þó Morgunblaðið virðist leita allra leiða til að koma höggi á hann. Í dag dregur leiðarahöfundur upp gamalt ágreiningsmál milli Guðna og Ögmundar Jónassonar um túlkun Icesave málsins. Auk þess hefur eintökum af blaðinu með neikvæðum ummælum um stöðu Guðna verið dreift frítt inná öll heimili landsmanna. En Þjóðin lætur auðvita ekki blekkjast.

 


mbl.is Halla bætir við sig mestu fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvættingur um Guðna Th og ESB

Það er sorglegt þegar ráðist er á frambjóðendur með lágkúru, lygum og þvættingi.

Hér er eitt sorglegt dæmi um slíkt =  

http://gustafskulason.blog.is/blog/gustafskulason/#entry-2174194


Kappræður eru ekki samræður

Gagnrýni á mótframbjóðendur er veikleikamerki sem flestir sjá í gegnum. Það er auðvita hlutverk stjórnenda þátta að koma með gagnrýnar spurningar, en sorglegt þegar frambjóðendur reyna að klóra til sín atkvæði með því að gagnrýna meðframbjóðendur.

Ég auglýsi eftir upplýsandi samræðum, ekki kappræðum.


mbl.is Ekki mikill veigur í óumdeildum forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband