Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hlutverk heilsugæslu og skóla þegar foreldri deyr

Alþingi samþykkti í júní 2019 nýjar lagagreinar þar sem réttindi barna í kjölfar fráfalls foreldris eru betur skilgreind en áður var. Þar segir meðal annars: 

 

Dánarvottorðið 

Þegar einstaklingur andast skal læknir sem gefur út dánarvottorð kanna hvort hinn látni hafi átt barn undir lögaldri. Reynist svo vera skal viðkomandi læknir eins fljótt og unnt er tilkynna andlát foreldrisins til heilsugæslunnar þar sem barnið á lögheimili.

 

Heilsugæslan

 

Heilsugæslan skal, í samráði við félagsmálanefnd í því sveitarfélagi þar sem barn á lögheimili og foreldri eða forsjáraðila, hafa frumkvæði að samvinnu við skóla barnsins. Þó verkferlar séu nú mun skýrari en áður skortir enn nokkuð uppá að sérfræðiþekking og reynsla sé til staðar á hverjum stað. Það er því mikilvægt að byggja upp miðlæga handleiðslu fyrir fagfólk í heilsugæslu og skólum, sem er aðgengileg allstaðar á landinu.

 

Skólinn

Samkvæmt Aðalnámsskrá skulu leik- og grunnskólar hafa sérstaka áfallaáætlun sem hugsuð er sem vinnuáætlun um hver gerir hvað, í hvaða röð og hvernig, til að geta á sem faglegastan hátt brugðist við skyndilegum áföllum nemenda líkt og þegar foreldri deyr. Samkvæmt nýu lögunum er það þó heilsugæslan sem ber ábirgð á að veita barninu þann stuðning sem því ber samkvæmt lögum. Áfallateymi skóla á því rétt á því að leita til fagaðila á heilsugæslu.

 

Stuðningur við fagfólk

Í könnunum sem Krabbameinsfélagið lét gera meðal fagfólks í leikskólum og grunnskólum, kom fram skýr þörf fyrir gott aðgengi að faglegum utanaðkomandi stuðningi við fagfólkið sem vinnur með börnum við þessar aðstæður. Nánari upplýsingar má nálgast á vef verkefnisins: https://www.krabb.is/born/


Læknadóp og mannfyrirlitning

Getur verið að það sé samband á milli mikillar lyfjanotkunar á Íslandi og þess að Íslendingar koma hæstir út úr prófum sem meta sálræna og líkamlega líðan fólks. Erum við kannski að nota lyfin rétt? Í stað þess að ofnota þau.

Umræða um svokallað "læknadóp" ber alltof oft keim af fordómum, mannfyrirlitningu og hatri. Auðvita þurfa margir lyf til að vinna á vanlíðan, svefnleysi og verkjum. Meðtalin lyf gegn þunglyndi, ópíat lyf gegn krónískum verjum og vanlíðan, lyf gegn kvíða, streitu, bipolar, svefntruflunum og ofvirkni.

Mörg þessara lyfja eru ávanabindandi. Það er að segja að þú þarft að nota þau yfir lengri tíma. En allt tal um svokallað "læknadóp" er poppúlístísk hatursumræða, full af mannfyrirlitningu.


Þversögn sælunnar

Hamingjuleitin tekur á sig margar myndir. Sumir leita að henni í fjölskyldu- og vinatengslum, aðrir í áhættusömum ævintýrum, trúarbrögðum, ástinni og veraldlegum gæðum. Það hefur lengi verið ljóst að erting ákveðinna heilastöðva með rafskautum eða efnum framkalla upplifun af sælu. Upplifun sem er svo mögnuð að margir neytendur missa áhugann á að leita hamingjunnar á öðrum stöðum. Þeir telja sig hafa höndlað hina fullkomnu sælu. Uppgötvun vellíðunarstöðva í heilanum hefur ýtt undir vonir um möguleika á þróun efna sem örva þessar stöðvar án neikvæðra aukaverkana.estacy

Hugmyndin um “sælupillu” án aukaverkanna er skiljanleg, en þversögn. Því er nefnilega þannig farið að stöðugt sæluástand verður fljótlega viðmiðunarástand, hið hversdagslega ástand. Sæluáhrifin vara bara tímabundið.

Þegar einhver upplifir hæðstu mögulega sælu verður það viðmiðunarástandið. Vegna þess að ekki er til nein meiri sæla er þetta ástand óþolandi í lengdina. Þetta er þversögn sælunnar. Ef hversdagurinn er byggður á hinni fullkomnu sælu er ekki lengur mögulegt að upplifa þá jákvæðu breytingu sem er forsenda sæluupplifunar. Það er ekkert eftir. Eina leiðin til að upplifa aftur sælu, er að fara í fráhvarf og hrapa niður sælustigann. Það er afskaplega óþægilegt. Nái viðkomandi að staldra við nógu lengi á neðstu þrepum sælustigans til að skapa nýtt hversdagsástand, á viðkomandi ef til vill ennþá möguleika á eðlilegu lífi?

 

Ríkidæmi

 

Þetta er ekki ósvipað því sem gerist þegar fólk reynir að verða ríkt. Sá sem á ekki neitt verður ríkur um hríð þegar hann eignast eina geit. En fljótlega er hann bara maður sem á eina geit og þráir að eignast tvær. Eignist hann tvær og þrjár og fjórar, verður hann glaður. Á einhverjum tímapunkti hættir hann að vera fátækur, en hann verður aldrei ríkur. Ríkidæmi er nefnilega svipað alsælu að því leitinu til að það felst í breytingu frá einu þrepi yfir á annað. Það er því hægt að verða ríkur, en ekki að vera ríkur. Meðan þú getur eignast meira, ertu aldrei ríkur.

 

Hamingja

 

Þó sæla og ríkidæmi geti verið hluti af því að höndla hamingjuna tímabundið, þá er hamingjan allt annað og meira. Ólíkt sælu og ríkidæmi, þá getur hamingja verið viðvarandi. Hamingjusamur einstaklingur upplifir innri ró og sátt við hlutskipti sitt. Að leita að hamingju í ríkidæmi, völdum og sælu getur í versta falli hindrað okkur í að höndla hamingjuna. Innhverf íhugun, núvitund, bæn og þakklæti eru leiðir margra til hamingju. Traust djúp vinátta virðist einnig stuðla að hamingju. Þó við getum orðið en ekki verið rík og alsæl, þá er mögulegt að verða og vera hamingjusamur.


Óþolandi

Gæti verið mynd af útivist og texti


mbl.is Hávaðasamar herþotur við Akureyri og Egilsstaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sligasts undan oki excellblaðsins

"New Public Management" er fyrirbæri sem er að kæfa skapandi starf í opinberum rekstri má þá nefna sjúkrastofnanir.
 
Millistjórnendur eru að sligasts undan oki excellblaðsins. Þora ekki að taka nauðsynlegar ákvarðanir eins og að endurnýja ónýta hluti, hvað þá að ráða afleysingarfólk á álagstímum t.d. þegar veikindi herja á starfsfólkið.
 
Excell væðingin skapar dálka hugsun þar sem aðal atriðið verður að fá dálkinn til að standa alltaf á núlli í lok rekstrar tímabilsins, sem oftast er þar að auki alltof stutt.
 
Þessir stjórnunarhættir hefta mjög allt samstarf milli rekstrareininga.
 
Hugrakkir millistjórnendur sem þó reyna að skapa gróðurhús til að rækta samstarf, eru að sligast undan ónauðsynlegu bókhaldi og reikningum sem þau senda milli eininga, í stað þess að ganga út frá því sem vísu að oftast jafnast kostnaður vegna samstarfs út þegar til lengdar lætur.

Fluttur aftur heim

Ég flutti aftur heim til Íslands vorið 2017. Var þá búinn að vera tæp 30 ár í Svíþjóð. Ætla aldrei aftur til útlanda komist ég hjá því. Mestalagi til Færeyja eða Vestmannaeyja. 


PÓLITÍSKUR RÉTTTRÚNAUR eða lýðræði

PÓLITÍSKUR RÉTTTRÚNAUR 

Hér í Svíþjóð er í höfuðvígi Konsensusmenningarinnar (það sem sumir vilja kalla (pólitískan rétttrúnað).

Konsensus þýðir einfaldlega að þeir sem fylgja ekki pólitísku línunni, eru að brjóta pólitískan "rétttrúnað". Konsensus er frábært fyrirbæri þar sem markmiðið er að allir hafi áhrif á niðurstöðuna. Staðreyndin er hinsvegar sú að konsensus ákvarðanir eru alltof sjaldan bornar undir atkvæði. Fólk jánka því sem leiðtoginn túlkar sem sameiginlega niðurstöðu hópsins eftir ýtarlega umræðu, ÁN OPINNA LEYNILEGRA KOSNINGA.

Það væri allt í lagi, ef endanlega ákvarðanatakan væri fyrir opnum tjöldum, en ekki bara með handauppréttingu eins og gjarna tíðkast í sænskri skonsensus ákvarðanatöku.

Auðvita ætti að bera allar konsensus tillögur undir leynilega atkvæðagreiðslu. Konsensus án slíkrar "leynilegrar" (ei rekjanlegrar) athvæðagreiðslu eru í raun dulið einræði.Það er því miður hættulegt lýðræðinu til lengdar.

 


Læknir eða vísindamaður

Það er rangt að Ole Petter Ottesen, sé rektor Karólínska há­skóla­sjúkra­húss­ins í Svíþjóð. Það rétta er að Ole Petter er rektor við Karolinska institutet sem er háskóli á sviði heilbrigðisvísinda. Karólinska háskólasjúkrahúsið er sjúkrahús, ekki háskóli.

Til að færa þetta í íslenskan búning, þá er rektor Háskóla Íslands ekki yfirmaður Landspítala háskólasjúkrahús.

Ole Petter er því ekki yfirmaður sjúkrahússins "Karolinska háskólasjúkrahúsið" frekar en rektor Háskóla Íslands er yfirmaður Landsspítala háskólasjúkrahús. 

Þetta skiptir máli þegar afstaða er tekin varðandi mistök í starfi.

Það er munur á vísindalegum mistökum og/eða fölsunum annarsvegar og klínísku starfi hinsvegar. 

Læknir reynir alltaf að gera allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa sínum skjólstæðingum og að byggja það eins og hægt er á vísindalegum rannsóknum. 

Læknar eru oft að vinna á mærum þekkingar og visku. 

Það er ekki auðvelt. 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Tómas og Óskar nafngreindir í úrskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhæfir yfirmenn

Rannsóknir okkar á Íslenskum börnum hafa fyrir löngu gefið sterkar vísbendingar um að það sé eitthvað alvarlegt í gangi varðandi of mikla skjánotkun...:

1) https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22874734

2) https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/25045838

.... það þarf að taka þetta alvarlega.

Ofnotkun snjalltækja og atvinnustreita er að stórum hluta á ábirgð yfirmanna. EKKI senda póst og skilaboð til starfsfólks utan umsamins vinnutíma.

Það er því miður oft þannig að óhæfir yfirmenn reyna að koma eigin streitu yfir á undirmenn með því að senda skilaboðin áfram.

Verkalýðshreifingin verður að taka á þessu máli.


Siðferðileg skylda

Allar rannsóknir benda til þess að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu og að aukin neysla leiðir til aukningar á fjölda ofneytenda.

Fólk sem á í erfiðleikum með að hemja áfengisneyslu og er að reyna að draga úr neysluna (eða hætta alveg), þarf oft að sniðganga áfengi til að byrja með. Það mun ekki auðvelda þessum stóra hóp að taka fyrstu skrefin ef áfengi verður selt í matvöruverslunum.

Þeir ofneytendur sem verða að hætta eða draga verulega úr notkun áfengis, til að skaða ekki sjálft sig og aðra, eru líklega um 20% fullorðinna áfengisneytenda á aldursbilinu 30-70 ára (sænskar tölur). Þessi stóri hópur teygir anga sína inn í svo til allar fjölskyldur á Íslandi.

Mín niðurstaða er því sú að það sé hættulegt skref að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum.

Verði þetta hinsvegar raunin, er stjórnvöldum siðferðilega skylt að auka verulega fjármagn til forvarna og meðferðamála.  


mbl.is Sagt mesta afturför í lýðheilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband