Karlagildran og yfirhershöfðinginn

Margt hefur verið reynt til að fá karlmenn til að opna sig meira tilfinningalega. Að þora að sýna veikleika og leita sér aðstoðar í veikindum eins og krabbameinum, en átta af tíu körlum með krabbamein leita eingöngu eftir stuðningi frá maka.

 

Kvennagildrur

Gjarna er talað um kvennagildrur þegar bent er á kerfisbundnar hindranir sem aftra því að konur nái jöfnuði á við karla. Dæmi um þetta er þegar hjón ákveða að konan þurfi að taka út meirihluta fæðingaorlofs vegna þess að karlinn hafi hærri laun. Þetta verður spádómur sem uppfyllir sig sjálfkrafa. Afleiðingin verður að konur eru lengur frá launavinnu en karlar. Flestir gera sér grein fyrir þessu. 

 

Karlagildrur 

 Sverker Göranson

Færri gera sér grein fyrir því að það eru líka til karlagildrur þar sem karlmennskuímyndin heftir karla til að leita sér aðstoðar í veikindum. Þetta á ekki síst við um karla í stjórnunarstörfum. Dæmi um þetta var þegar Sverker Göranson yfirhershöfðingi Svía keyrði sig í þrot fyrir nokkrum árum og fór í veikindaleyfi í kjölfarið. Það leið ekki á löngu áður en háðsglósur fóru að heyrast í fjölmiðlum meðal annars frá þekktum háttsettum konum. Innihaldið var eitthvað á þá leið að það væri augljóst að aumingja maðurinn hefði ekkert stress þol. Undir þetta tók einn helsti háðsádeiluþáttur sænska ríkisútvarpsins (Public service). Undirtónninn var sá að það væri ekki sæmandi karlmanni, hvað þá hershöfðingja, að vera að þessu væli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband