20.4.2007 | 09:58
Hvernig talar maður EKKI um fíkn: Pistill 1
Kenningin um að allir sem eru að missa stjórn á drykkju eða eru búnir að því, séu í afneitun samræmist ekki minni klínísku reynslu. Þvert á móti þá eru flestir meðvitaðir um að þetta sé að fara úr böndunum en vilja ekki viðurkenna það útávið vegna þess að þeir eru hræddir við alkóhólista stimpilinn. - Allir vita jú að alkar verða að hætta en ég vil ekki hætta, bara ná aftur tökum á drykkjunni. - Sem sagt, viðkomandi er meðvitaður um að það er vandamál til staðar en e.t.v. ekki meðvitaður um hve alvarlegt það er? Það er þessi meðvitund um vandan sem er svo vandmeðfarin. Hægt er að virkja hana til jákvæðra breytinga en oftar en ekki ber fólk í umhverfinu sig rangt að: Ef þú vilt fá einhvern til að tala af einlægni um áfengisneyslu sína er hlutdrægni gildra sem ber að forðast. Hvernig virkar þessi gildra? Þú tekur eftir einhverju sem bendir til áfengisvandamáls (jafnvel alkóhólisma), hjá vini þínum og byrjar á að segja að hann (eða hún) eigi við vandamál að etja. Vinurinn dregur þetta í efa og notar til þess yfirlýsingar sem hljóma oftast eitthvað á þessa leið: Vandamálið er nú ekki alveg svona slæmt, eða Þetta er nú að taka í, ha! DÆMI:
ÞÚ: Jæja, mér sýnist það vera alveg ljóst að þú átt við alvarlegt drykkjuvandamál að stríða. Þú sýnir mörg einkenni alkóhólisma.
VINSI: Hvað meinar þú?
ÞÚ: Ja, þú hefur fengið minnisleysi í kjölfar drykkju, þér líður illa þegar þú getur ekki fengið þér drykk og þú ert að missa stjórn á drykkju þinni.
VINSI: En fullt af fólki sem ég þekki drekkur alveg eins og ég.
ÞÚ: Kannski, kannski ekki. En við erum ekki að tala um annað fólk hér, við erum að tala um þig.
VINSI: En ég held ekki að þetta sé svona alvarlegt.
ÞÚ: Ekki alvarlegt! Það er einskær heppni að þú hefur ekki verið handtekinn eða drepið einhvern akandi drukkinn.
VINSI: Ég sagði þér að ég á ekki í neinum vandræðum með að keyra. Það hefur aldrei neitt komið fyrir.
ÞÚ: Og hvað með fjölskylduna þína? Henni finnst að þú drekkir of mikið og finnst að þú ættir að hætta.
VINSI: Stína er nú úr algjörri bindindisfjölskyldu. Það er ekkert að hjá mér. Þau halda að hver sem fái sér þrjá drykki sé alkahólisti.
Með því að taka afstöðu með hér er vandamál sem þarf að breyta hlið baráttunnar kallar þú á þetta er ekkert vandamál andstöðu frá vininum. Því meir sem þú rökstyður þína hlið málsins þeim mun meir ver vinurinn hina hliðina. Þetta er kunnuglegt handrit og að öllum líkindum hefur vinurinn þegar farið í gegnum það með öðrum. Fólk í þessari stöðu geta bókstaflega talað sig frá því að breytast. Það að hlusta á sjálfa sig mótmæla því kröftuglega að þeir eigi við vandamál að stríða og þurfi að breytast sannfæri sjálfa þá. Fáum líkar að tapa rifrildi eða hafa rangt fyrir sér. Þú hefur sem sagt ýtt vini þínum lengra útí fenið þó ætlunin hafi verið að draga hann í land. Næsti pistill kemur (líklega) á morgun !?
Ungt fólk í SÁÁ fagnar sumarkomunni með tónleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.4.2007 kl. 22:25 | Facebook
Athugasemdir
Afsakið hvað þetta kemur allt út í belg og biðu þegar ég birti þetta. Ég reynai að laga það, en bloggið virðist lifa sínu eigin lífi hvað varðar uppsetningu?
Geri mitt besta:
Ásgeir Rúnar Helgason, 20.4.2007 kl. 10:09
Það er afneitun að kenna kringumstæðum um drykkjuna, þótt maður sé meðvitaður að hún sé of mikil. Pólitíkin, konan, vinnan...er það að furða þótt maður sé svona. Afneitunin birtist þó helst í afneitun á afleiðingar drykkjunnar á umhverfi sitt, börn, konu, vinnu etc. Afneitun er faktor og sjaldnast bein.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2007 kl. 12:52
Fínn pistill væri fínt að sjá annan.. Held þetta sé algengasta leiðin að taka á vandanum sem þú ert að lýsa þarna.. Það gerir bara oftast ekkert gagn
bjössi (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 12:53
Já, maður hefur svosem lent í að gera hlutina svona. Mér fannst auðvelt að lesa pistilinn, allt í lagi með uppsetn. Fyrirgefðu forvitnina, en það sem ég er forfallinn ættrekjandi, langar mig að vita millinafnið þitt til að fletta þér upp í Ísl.bók. sé að við erum af svipuðum slóðum. Ég á einn fíkil (sonur) og fékk aðstoð við að taka á þeim málum frá fyrrverandi fíkli og Vogi og Staðarfelli og hafa hlutirnir gengið ótrúlega vel, maður tekur þó bara einn dag í einu.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2007 kl. 13:38
Sæl Ásdís!
Millinafnið er Rúnar = Ásgeir Rúnar Helgason, kennitala 051157-3549
Kveðja: ásgeir
Ásgeir Rúnar Helgason, 20.4.2007 kl. 15:47
Sæll .Við erum nú ekkert náskyld en ég er fædd 56 svo það er ekki mikill aldursmunur, ég sé í Íslendinabók að langafar okkar voru systkynasynir, ekki mikið svosem, en þó, afi minn fæddis á Stöng í Mývatnssveit. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2007 kl. 18:09
ég var að reyna að bæta þér inn í bloggvini mína, en það virkar ekki núna, getur þú prófað, þ.e. ef þú vilt.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2007 kl. 18:10
Takk fyrir góðan pistil. Er sjálf óvirkur alki og þekki þetta handrit nokkuð vel. Það er rétt að alkinn er búinn að vita lengi að hann þarf aðstoð. Stundum virðist það að "gera" eitthvað vera eins og ókleyfur hamarinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 21:56
Stimlarnir og heitinn eru oft til trafala og fæla marga frá því að viðurkenna vanda sinn, hvort sem hann er kallaður sjúkdómur, fíknisjúkdómur, áfengissýki eða fíkn sem hefur afar þrönga merkingu í samfélagi okkar. Enda skipta stimplarnir fólk í tvo hópa, þá sem eru með "stimpilinn" og þá sem eru ekki með hann. Mikil orka og neysla fer í að sanna að það sé "eðlilegt", sanna að þessi "ljóti" stimpill eigi ekki við enda vill enginn bera hann. Margir væru tilbúnir að viðurkenna vanda sinn en vilja ekki ganga hinn þrönga stíg meðferða og þess sem fylgir. Þjáningin getur verið sönn þótt nöfnin á henni séu röng og óþörf enda verður hver og einn að finna sína leið en margir óttast troðnar slóðir meðferða.
Benedikt Halldórsson, 21.4.2007 kl. 23:34