Að tala um fíkn - stimpilgildran: Pistill 2

Sumir trúa því að það sé mjög mikilvægt fyrir neytandann að viðurkenna og sætta sig við greiningu ráðgjafans („þú ert alkóhólisti,” „þú ert í afneitun,”  „þú ert fíkill,”  o.s.frv.).  Af því að svona stimplar hafa oft neikvæða merkingu í samfélagi kemur það ekki á óvart að fólk með sæmilegt sjálfsmat streitist á móti.  Jafnvel í alkóhólbransanum , þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á svona merkimiða, er skortur á rannsóknum sem sanna að það geri nokkurt gagn fyrir fólk að sætta sig við stimpil eins og „alkóhólisti”. Það er oft undirliggjandi “valdabarátta” í svona stimpla deilum þar sem ráðgjafi leitast við að sýna vald sitt og sérfræðilegu þekkingu.

 

Hjá fjölskyldumeðlimum, getur stimpill leitt til fordómafullra samskipta. Fyrir suma, gæti jafnvel bara lítil tilvísun í  „vandamál þitt með .......” leitt til óþægilegrar tilfinningar um það að vera kominn í gildru. Stimpill er hlutdrægni, sem kemur í veg fyrir jákvæða samræðu (sjá pistil 1). Það er vel hægt að skoða vandamál í kjölinn án þess að  fólk fái á sig stimpla sem geta kallað fram óþarfa átök.  Ef stimpill kemur aldrei upp í samræðunum þá er óþarfi að tala um hann.

 

Ef sá sem á við áfengisvanda að etja, byrjar sjálfur að ræða um stimpla, skiptir máli hvernig þú bregst við. Ein leið er umorðun. Hér að neðan er dæmi um samtal þar sem vinurinn tekur sjálfur upp stimpilinn “alkóhólisti” en þú umorðar það sem hann segir:

 

VINSI:  Þannig að þú ert að gefa í skyn að ég sé alki?

 

ÞÚ: Nei, ég velti mér nú ekki mikið upp úr svona stimplum, en mér heyrist það vera áhyggjuefni fyrir þig.

 

VINSI: Mér líkar ekki að vera kallaður alki.

 

ÞÚ: Þér finnst ekki þín drykkja vera á því stigi.

 

VINSI: Einmitt!

 

ÞÚ: Þú hefur fulla stjórn á þinni drykkju.

 

VINSI: Nei, ég  veit vel að ég þarf kannski að taka á málinu...

 

ÞÚ: En þér líkar það ekki að vera stimplaður sem einhver sem „eigi við vandamál að stríða”, þér finnst það fordæmandi.

 

VINSI:  Já, mér finnst það.

 

ÞÚ: Það eru ekki margir sem vilja fá á sig stimpil.

 

VINSI: Mér líður eins og það sé verið að sitja mig í kassa.

 

ÞÚ: Einmitt, má ég segja þér hvernig ég lít á þetta mál?

 

VINSI: OK!

 

ÞÚ: Fyrir mér þá skiptir það ekki máli hvað við köllum þetta. Mér er sama hvort við köllum það „fíkn” eða „vandamál” eða „dúbbelí-dú”. Við þurfum ekki að kalla það neitt. Það sem raunverulega skiptir máli eru þau skaðlegu áhrif sem alkóhól notkun getur haft og hvað, ef eitthvað, þú vilt gera í því. Það er það sem mér finnst skipta máli.

 Auðvita má fólk stimpla sig ef það vill. Til dæmis segja “ég er AA-maður” og “ég er alkóhólisti” - það sem er mikilvægt er að stimpillinn komi frá því sjálfu en honum sé ekki troðið uppá fólk.

 

Næsti pistill birtist líklega á morgun?
mbl.is Fíkniefnamál í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Sæll Ásgeir.

Ég lenti einmitt í svona átökum við bróðir minn fyrir mörgum árum. Hann varð alveg snar vitlaus þegar ég sagði honum að hann væri alki. Hann er nú búinn að fara í meðferð (ca. 10 árum eftir að ég sagði þetta við hann) og nú getum við talað um þetta. Hann fór svo sannarlega í vörn. Sonur hans er í alvarlegum málum núna og ég veit að hann les pistlana þína með athygli.

Takk!

Vilhelmina af Ugglas, 21.4.2007 kl. 18:04

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hurrru, má bjóða þér rauðvínsglas?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.4.2007 kl. 22:01

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Guðný!

Já alveg endilega

Ég kem til landsins með reglulegu millibili:

arh

Ásgeir Rúnar Helgason, 21.4.2007 kl. 22:05

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir pistil dagsins, góður fróðleikur eins og hann kemur frá þér, öfgalaus og ég nenni að lesa þetta. Er að takast á við þessi mál með syni mínum.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 22:31

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Góður pistill. Gaman að benda þér á að h-tímarit er fríblað og þú getur skoðað það á Netinu á www.htimarit.is

Steingerður Steinarsdóttir, 21.4.2007 kl. 22:36

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Glæsilegt!

Ég er búinn að snöggskoða h- ritið:

Vissi alltaf að þú ert snillingur = bara snillingur hefði getað kennt mér þýsku:

Les h-ritið áfram: Geiri

Ásgeir Rúnar Helgason, 21.4.2007 kl. 22:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband