23.4.2007 | 17:24
Pistlar um ofdrykkju
Til að heiðra minningu Jeltsin, sem þótti sopinn góður, hef ég ákveðið að verða við þeirri áskorun bloggvina og fleiri að halda áfram að skrifa pistla um hvað forðast beri í viðræðum við fólk sem á við áfengisvanda að etja: Frumstæð varnarviðbrögð eins og afneitun voru áður talin fylgja, og jafnvel vera sjúkdómseinkenni drykkjusýki. Þessi hugsunarháttur gerir ráð fyrir, að mótstaðan gangi inn um dyrnar með drykkjumanninum. Setja má spurningarmerki við þetta sjónarhorn? Andstætt sjónarhorn er að mótstaða verði til við gagnkvæm samskipti milli umhverfis (t.d. þín) og drykkjumannsins. Sé þetta sjónarhorn notað er ljóst að breyting á hegðun þinni getur haft bein áhrif á mótstöðu drykkjumannsins , aukið hana eða minnkað. Það þýðir að mótstaða er ekki óbreytileg og að eitthvað sé hægt að gera við henni.
------
Í næstu pistlum mun ég fjalla um þetta efni. Það verður þó einhver bið á þeim vegna mikilla ferðalaga sem nú eru framundan. En þeir koma! Þangað til bíð ég nýja lesendur velkomna og bendi á pistla 1-3. Pistlarnir eru byggðir á hugmyndafræði um hvetjandi samtal (Motivational Interviewing) og eru liður í því að þróa kennsluefni á íslensku í hvetjandi samtalstækni.
---
Bless í bili: Sáli í Svíþjóð (lesblindur á báðum)
Blair segir Jeltsín hafa leikið þýðingarmikið hlutverk í Rússlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Facebook
Athugasemdir
Ég bíð spenntur eftir næsta pistli.
Benedikt Halldórsson, 23.4.2007 kl. 19:18
Hafðu kærar þakkir fyrir þessa pistla, þeir eru lesnir af áhuga og lærdómsþorsta.
Ragnar Bjarnason, 23.4.2007 kl. 19:48
Takk fyrir þessi skrif um alkahólisma. Bíð spennt og góða ferð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2007 kl. 19:59
Góðir pistlar. Á að leggjast í víking? eða kannski að kíkja á Eirík í Finnlandi?
kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 24.4.2007 kl. 01:06
Nei,
svo gott er það nú ekki. Ég er bara að fara í fyrirlestraferð.
Kveðja til þín og allra annarrra sem fylgjast með þessum pistlum!
arh
Ásgeir Rúnar Helgason, 24.4.2007 kl. 06:09
Það verður spennandi að sjá hvaða tökum þú tekur þetta.
Góða ferð í fyrirlestrarferðunum, Húsvíkingur, Svarfdækingur og Mývetningur. Það væri gaman að skoða genga-kortið þitt. Eftir 175 ár þegar við hiitumst í öðrum vitundum, þá berum við saman kortin vor.
Ég skála fyrir Jeltsin, svona bara af því hann var samverumaður á jörðinni, í víðasta skilningi. No fuss, no tears, no dramatic....sorry. Góða fer aftur!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.4.2007 kl. 00:02
Varstu að tala um lesblindu - eða lesblyndu? Ég skrifaði í færslunni að ofan genga-kort; það sem ég átti við var að sjálfsögðu genakort = kromósómalandakort. Og hananú. Góða ferð aftur!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.4.2007 kl. 01:35
Frábært að fá efni á íslensku um MI. Hvenær má búast við pöpulinn geti nálgast efnið?
Hafrún Kristjánsdóttir, 25.4.2007 kl. 16:40
Sæl Hafrún!
Ég er að vinna að rannsóknarverkefni um MI með Steve Rollnick og Teresa Moyers (úr Bill Miller hópnum) og er búinn að fá leyfi til að þýða Miller & Rollnick bókina. Ég er með frumþýðinguna tilbúna en mér fynnst textinn í bókinni ekki alveg nógu aðgengilegur fyrir almenning svo ég ætla að breyta honum talsvert. Ég reyni alltaf að skrifa fyrir "pöbulinn" svo ég testa oftast textana í fókusgrúppum. Þessi pistlar eru hugsaðir sem hluti af þeirri vinnu og ég mun síðan testa þá meira kerfisbundið heima bæsta vetur sem hluta af mínu starfi sem dósent í heilsusálfræði í Háskólanum í Reykjavík. Sem sagt þetta er allt í vinnslu en erfitt að segja nákvæmlega til um tíma.
Kveðja: ásgeir
Ásgeir Rúnar Helgason, 25.4.2007 kl. 16:50
Frábært að heyra. Sé að þú ert að vinna með miklum kempum. Hlakka til að sjá útkomuna. Hef lesið bókina á ensku (útgáfa 2) og finnst hún ansi góð.
Hafrún Kristjánsdóttir, 1.5.2007 kl. 01:48