Viltu hætta að reykja?

predikarFlestir reykingamenn vilja að sjálfsögðu hætta að reykja. Hins vegar brestur marga kjark þegar á hólminn er komið. Ástæðan er kvíði og ótti við að takast á við eigin langanir. Að þurfa að segja nei við sjálfan sig þegar löngunin í reyk sækir að. En hvers vegna langar reykingamanninn að anda að sér heilsuspillandi reykjarbrælu? Sick

Jú, í tóbaksreyk er efni, nikótín, sem er ávanabindandi.Pinch

 

Viltu láta drauminn rætast og losna úr viðjum reykingafíknarinnar, að hefja nýtt líf án tóbaks? Wizard

 

„Reyksíminn“- ráðgjöf í reykbindindi

- grænt númer 800 6030.

Hringdu gjarnan í Reyksímann strax í dag og skráðu þig hjá þeim. Þú getur hringt eins oft og þú vilt og rætt við sérfræðinga í reykbindindi. Viltu vita aðeins meira um það hvernig best er að undirbúa sig undir að hætta? Hefurðu spurningar um fráhvarfseinkenni eða óttastu að þyngjast þegar þú hættir? Viltu fræðast um nikótínlyf eða önnur lyf gegn tóbaksfíkn? Svör við þessu og miklu fleiru geturðu fengið þér að kostnaðarlausu. Sjálfur er ég faglegur ráðgjafi reyksímans (bæði heima á Íslandi og í Svíþjóð) og get því lofað að þið fáið þar topp þjónustu.

 

Námskeið: Þarftu á meiri stuðningi að halda en hægt er að veita gegnum síma? Hafðu þá í huga að sumar heilsugæslustöðvar bjóða uppá námskeið í reykbindindi. Einnig eru ýmsir sjálfstætt starfandi aðilar sem bjóða uppá námskeið. Varastu samt námskeið sem lofa meira en 40% árangri eftir eitt ár. Það er bara plat.

  

Þegar þú hættir að reykja dregur þú verulega úr áhættunni á að fá fjölda sjúkdóma. Hér er listi yfir nokkra þeirra: *Hjartaslag, *Heilablóðfall, *Æðakölkun, *Lungnaþemba, *Krabbamein í lungu, munnhol, þvagblöðru, bris, nýru, maga, undirlífi og hálsi, *Langvarandi bakverkir, *Beinþynning, *Magasár, *Öldrun fyrir aldur fram.

GANGI YKKUR VEL!Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég get sannarlega mælt með reykinganámsskeiðum. Ég hætti að reykja á námskeiði hjá þér Geiri minn fyrir nítján árum og hef aldrei fundið fyrir löngun til að reykja síðan. 

Steingerður Steinarsdóttir, 14.5.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Hér ríða hetjur um héruð!

ÉG verð nú að bjóða þér uppá kaffibolla á tvítugsafmælinu:

Ásgeir Rúnar Helgason, 14.5.2007 kl. 22:01

3 Smámynd: Guðjón Bergmann

Sæll kæri bloggvinur. Ég verð að segja þér að námskeiðahaldi mínu á þessu sviði er lokið. Eftir 10 ára starf með námskeiðahald fyrir þá sem vildu hætta að reykja hef ég ákveðið að snúa mér að öðru. Góðu fréttirnar eru að ég gaf út bók um efnið árið 2003 sem bar titilinn Þú getur hætt að reykja. Einnig mun ég á næstunni setja upp hraðútgáfu af því námskeiði í samstarfi við www.fjarkennsla.is á næstunni.

Bestu kveðjur. Verðum í sambandi.

Guðjón Bergmann, 14.5.2007 kl. 22:07

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

     - hef samt aldrei reykt að staðaldri, ALDREI.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.5.2007 kl. 22:12

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Heyrðu,

slæmt að heyra að þú sért hættur með námskeiðin. En 10 ár eru langur tími og ég skil að þú viljir breyta til. Ég verð þá að gera viðeigandi breytingu á blogginu.

Kveðja úr löndum Ynglinga!

Ásgeir Rúnar Helgason, 14.5.2007 kl. 22:14

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Guðný!

Áttu við að þú sért að laumast í eina og eina?

Þér verður nú fyrirgefið á hinsta degi:

Ásgeir Rúnar Helgason, 14.5.2007 kl. 22:18

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Tvítugsafmælið er 22. nóvember í ár. Við eigum þá stefnumót á kaffihúsi að þínu vali.

Steingerður Steinarsdóttir, 15.5.2007 kl. 09:46

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

oký dóký!

Hringi í þig ef ég er heima - sem getur vel verið = er nefnilega að kenna í Háskólanum í reykjavík einhverntím um þessar mundir:

Ásgeir Rúnar Helgason, 15.5.2007 kl. 10:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband