Hlutverk heilsugæslu og skóla þegar foreldri deyr

Alþingi samþykkti í júní 2019 nýjar lagagreinar þar sem réttindi barna í kjölfar fráfalls foreldris eru betur skilgreind en áður var. Þar segir meðal annars: 

 

Dánarvottorðið 

Þegar einstaklingur andast skal læknir sem gefur út dánarvottorð kanna hvort hinn látni hafi átt barn undir lögaldri. Reynist svo vera skal viðkomandi læknir eins fljótt og unnt er tilkynna andlát foreldrisins til heilsugæslunnar þar sem barnið á lögheimili.

 

Heilsugæslan

 

Heilsugæslan skal, í samráði við félagsmálanefnd í því sveitarfélagi þar sem barn á lögheimili og foreldri eða forsjáraðila, hafa frumkvæði að samvinnu við skóla barnsins. Þó verkferlar séu nú mun skýrari en áður skortir enn nokkuð uppá að sérfræðiþekking og reynsla sé til staðar á hverjum stað. Það er því mikilvægt að byggja upp miðlæga handleiðslu fyrir fagfólk í heilsugæslu og skólum, sem er aðgengileg allstaðar á landinu.

 

Skólinn

Samkvæmt Aðalnámsskrá skulu leik- og grunnskólar hafa sérstaka áfallaáætlun sem hugsuð er sem vinnuáætlun um hver gerir hvað, í hvaða röð og hvernig, til að geta á sem faglegastan hátt brugðist við skyndilegum áföllum nemenda líkt og þegar foreldri deyr. Samkvæmt nýu lögunum er það þó heilsugæslan sem ber ábirgð á að veita barninu þann stuðning sem því ber samkvæmt lögum. Áfallateymi skóla á því rétt á því að leita til fagaðila á heilsugæslu.

 

Stuðningur við fagfólk

Í könnunum sem Krabbameinsfélagið lét gera meðal fagfólks í leikskólum og grunnskólum, kom fram skýr þörf fyrir gott aðgengi að faglegum utanaðkomandi stuðningi við fagfólkið sem vinnur með börnum við þessar aðstæður. Nánari upplýsingar má nálgast á vef verkefnisins: https://www.krabb.is/born/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband