4.6.2022 | 20:40
Afneitun
Í umræðu um svokallað læknadóp hefur borið á fordómum gagnvart fíkn og orð eins og fíkill notað á niðurlægjandi hátt. Hafa ber í huga að fíkn á oftast rætur sínar að rekja til þess að fólki líður illa og hefur ekki í önnur hús að venda en lyf (lögleg eða ólögleg) til að gera lífið bærilegt. Þá hjálpa lyf og faglegur samtalsstuðningur.
Að tala sig frá breytingu
Kenningin um að allir sem eru í neyslu séu í afneitun stenst ekki nánari skoðun. Margir vilja þó ekki viðurkenna fíknina útávið fyrr en allt er komið í þrot, vegna þess að fólk óttast fíkla stimpilinn.
Ef þú vilt fá einhvern til að tala af einlægni um neyslu og fíkn, er stimpill og fordæming eitthvað sem ber að forðast. Ef þú byrjar á að segja að hann/hún eigi við vandamál að stríða, tekurðu afstöðu með hér er vandamál sem þarf að breyta hlið málsins. Þú kallar á þetta er sko ekkert vandamál andstöðu frá þeim sem þú talar við.
Því meira sem þú rökstyður þína hlið málsins þeim mun meira ver hinn aðilinn hina hliðina. Fólk sem sett er í þessa stöðu getur bókstaflega tala sig frá því að breytast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.6.2022 kl. 19:57 | Facebook