Ættleiðingar og tengslanet barna

Það er stórt og óafturkræft áfall fyrir barn þegar foreldri þess fellur frá. Barnið þarfnast sorgarvinnslu, reglubundins stuðnings og öryggis frá sínum nánustu, stórfjölskyldunni og velferðarþjónustunni allt til fullorðinsára.

Þegar annað foreldri barns deyr kemur gjarna upp sú staða að eftirlifandi foreldri fer í nýtt samband. Stundum vill nýi makinn ættleiða barnið.

Sé það gert er mikilvægt að halda traustum tengslum við blóðfjölskyldu barnsins, nema í undantekningartilfellum.

Grundvallarreglan á að vera ræktun tengsla. Ættleiðing á ekki að þýða að barnið tapi tengslum, heldur fái líka nýtt tengslanet.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband