4.7.2007 | 19:03
Svartir sviðahausar
Ég var á þingi um aðhlynningu dauðvona sjúklinga fyrir allmörgum árum og á því þingi útskýrðu fulltrúar hvíta minnihlutans í þáverandi Suður-Afríku aðgreiningu hvítra og svartra á sjúkrastöðvum fyrir dauðvona með tilvísun í siði. Og viti menn, sem dæmi tóku þau upp þann ósið svartra að éta soðna brennda kindahausa. Þetta væri auðvita ekki bjóðandi hvítum mönnum.
Íslendingarnir sigu hægt niður í stólana og þögðu!
Ingibjörg Sólrún átti fundi með ráðherrum á þriðja tug Afríkuríkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.11.2007 kl. 18:59 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Ásgeir R. Helgason
Ásgeir Rúnar Helgason
Fæddur Húsvíkingur með rætur í Mývatnssveit og Svarfaðardal. Dósent í sálfræði í Svíþjóð frá 1992 og á Íslandi frá 2006.
Kennitala: 051157-3549
mailto:asgeir@krabb.is
Nýjustu færslur
- Lifi fjalldrapinn
- Flugumenn Evrópusambandsins
- Alþjóðavæðing íslenskrar náttúru
- Nikótín - leið til að hætta
- Ég þrífst best á opnum engjum
- Sorg barna - ábirgð heilsugæslu og dánarvottorð
- Þegar foreldri deyr
- Ómar Ragnarsson
- Furðuleg hegðun Icelandair
- Íslenskir ekklar
- Efnahagssögusafn
- Þegar besti vinur sviptir sig lífi
- Fleiri gáttir?
- Sértæk vandamál karla
- Reynsla mín af ristilspeglun
Bloggvinir
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Dögg Pálsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gerður Pálma
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gunna-Polly
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hallgrímur Óli Helgason
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Þórðardóttir
- Heimssýn
- Hermann Óskarsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísleifur Gíslason
- Ívar Pálsson
- Jakob S Jónsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jón Gestur Guðmundsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Júlíus Valsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- María Tómasdóttir
- Ólafur Þórðarson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Óttar Felix Hauksson
- Pálmi Gunnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar Bjarnason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sema Erla Serdar
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigga Hjólína
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Bragason...
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Snorri Bergz
- Sólveig Hannesdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Tómas Þóroddsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þröstur Unnar
- Guðjón Sigþór Jensson
- hilmar jónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Rauður vettvangur
- Samtök Fullveldissinna
- S. Einar Sigurðsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vésteinn Valgarðsson
- Vinstrivaktin gegn ESB
Athugasemdir
Ha, ha, ha.... góður þessi Ásgeir.
Ég fékk smá hland fyrir hjartað þegar ég sá fyrirsögnina.
Hélt að þú værir að tapa þessari litlu glóru sem þú hefur þó þrátt fyrir allt:
Annars var ég að koma af fundi með áhugafólki um þróun Frjálshyggjunnar. Góður fundur, þú hefðir gott af því að koma á svona messur annað slagið:
Vilhelmina af Ugglas, 4.7.2007 kl. 19:59
Já Villa mín,
margur heldur mig, sig (eða þig:).
Ásgeir Rúnar Helgason, 4.7.2007 kl. 20:15
Skrifaði þér á kommentakerfið við síðustu færslu!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.7.2007 kl. 23:40
Hvað hefður þeir sagt ef við segðumst borða eistu af rollum.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 4.7.2007 kl. 23:48
Og sjúga augu og eyru. namm namm
Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 00:21
Já, sinn er siður í hverju landi. Mig hefur alltaf langað að smakka súkkulaðihjúpaðar engisprettur sem ku vera hið mesta lostæti.
Steingerður Steinarsdóttir, 5.7.2007 kl. 10:52
Góður
Vilborg Valgarðsdóttir, 5.7.2007 kl. 15:27
Maður er nú orðinn langeygur eftir meiri skáldskap og þýðingum. Hvet þig til að gera meira af því. (Í tómri eigingirni náttúrlega)
Jón Steinar Ragnarsson, 6.7.2007 kl. 01:57
Jón Steinar, það er ekki á hverjum degi sem ég fæ hvatningu frá listamanni á heimsmælikvarða að skrifa skáldsögur! Maður verður bara montinn enda stutt í Þingeyinginn:
Annars er ég á bullandi bólakafi í vísindaskrifum, svo skáldskapurinn og þýðingarnar liggja í frystikistunni um þessar mundir. Ég geri þó fastlega ráð fyrir að fá annað "kast" fyrr eða síðar.
Ég er að velta því fyrir mér hvert "Íslensk saga" muni þróast? Klæar svolítið í fingurna að halda áfram með þá þræði sem snúa að dulspeki, ævintýrum of SiFi en er ekki alveg viss um að ég ráði við það nema helga mig algerlega þessu verkefni um hríð, en það er nú varla mögulegt einmitt núna vegna skuldbindinga á vísindasviðinu.
Takk!
Ásgeir Rúnar Helgason, 6.7.2007 kl. 07:36
Ef þú hefur áhuga á metafísikkinni þá bendi ég þér á að lesa Eckhart Tolle...Mátturinn í núinu og Ný Jörð. Þar fann ég svo kristaltæra einföldun á lífsgaldrinum að öll mín heilabrot um trú, heimsspeki og mannlegt eðli öðluðust uppljómun og samhengi. Það þarf jú að velta þessu svolítið fyrir sér og bera saman við annað en þarna er svosem ekkert nýtt á ferð. Manni finnst maður vita þetta fyrirfram, en það er einmitt merki um að það sé vitrænt samhengi í framsetningunni. Þetta var nýtt semsagt en augljós sannindi fyrir manns dýpri vitund, sem jú veit allt fyrir. Maður þarf bara að heyra það annarstaðar frá til staðfestingar. Þætti gaman að heyra frá þér eftir þann lestur.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.7.2007 kl. 13:47
OK,
takka fyrir ábendinguna.
Ég athuga í bókabúðum hér í Stokkhólmi, hvað þeir eiga til eftir Eckhart Tolle og tek hann með mér í sumarfrí til Lofoten í ágúst.
Ásgeir Rúnar Helgason, 7.7.2007 kl. 14:39