Íslensk Saga

Asgeir i LofotenKæru bloggvinir og annað áhugafólk um Íslenska Sögu:Smile

 

Sagan er nú komin út á læsilegu formi á netinumeð PDF tengingu við hvern kafla til útprentunnar.

Það er hægt að velja að prenta út söguna í heild eða hvern kafla fyrir sig.

 

Allir sem hafa sent mér e-póst með hvatningu um framhald = það kemur en ég get ekki lofað hvenær. 

 

Ekki víst að ég hafi mikinn tíma til að sinna bloggi á næstunni EN ef þið viljið ná á mig er bara að senda e-póst = asgeir.helgason@sll.se

 

Með kveðju frá löndum Ynglinga!

 

Ásgeir R. Helgason

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...íslenskrar sögu.

bugurbugadi (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 20:30

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var búin að lesa alla söguna, en er vís með að prenta hana samt út. Góða skemmtun í bloggfríinu. Þú kemur samt aftur ekki satt??

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæll Ásgeir, nú prenta ég út og les þetta með haustinu. Mér líst mjög vel á söguna og finnst þetta frábært framtak

Bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 27.7.2007 kl. 20:48

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Jú, Ásdís!

 -----------------

"bugurbugadi" - þú ert fyrrum bjargvættur minn EN nú er lesblindan alveg að drepa mig. Hvað ertu að meina? Ég fatta ekki rassgat?

Áttu við að ég eigi að segja = .... og annað áhugafólk íslenskrar sögu?

í staðin fyrir: og annað áhugafólk um Íslenska Sögu - ?

Eða?

Ásgeir Rúnar Helgason, 27.7.2007 kl. 20:53

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Takk Ragnhildur!

Ásgeir Rúnar Helgason, 27.7.2007 kl. 20:56

6 identicon

Það er bara að þakka þetta framtak:

Ég skrifa þetta út og tek með mér til Grikklands. Skilaðu kveðju til Villu ef þú ert í einhverju sambandi við hana þarna í Afríkunni.

Kveðja: Arnar Jónsson

Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 11:48

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Arnar:Gaman að þú hafir gaman að þessu. Góða ferð til Grikklands. Sjálfur ætla ég í sumarfrí til Lofoten í norður Noregi.

Ásdís:Hafðu þökk fyrir stuðninginn og áhugann sem þú hefur sýnt þessu framtaki frá upphafi. Og, jú ég kem aftur!

Ásgeir Rúnar Helgason, 28.7.2007 kl. 11:52

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Jóna!

er búinn að fá nokkur e-mail með ábendingum um stafsetningarvillur á víð og dreif í handritinu. Þetta verður lagað með tímanum.

Ég er þakklátur ykkur sem nennið að senda inn meldingar um stafsetningavillur á e-mailið mitt.

Fer á morgun til Lofoten í norður Noregi þar sem ég ætla að veiða þorsk og príla í fjöllum í eina viku og verð svo eina viku í fjöllunum kringum Bodö:

Ásgeir Rúnar Helgason, 30.7.2007 kl. 19:32

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fínt að nota púkann ef þú ert í vandræðum

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2007 kl. 02:11

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góða ferð, kæri Ásgeir, hlakka til að heyra frá þér aftur. Passaðu þig vel í prílinu.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.8.2007 kl. 12:22

11 identicon

Gaman að eignast heila sögu í bónus þegar beðið er um bloggvináttu - takk fyrir mig  Sé hér í kommentunum að þú hefur skroppið til Lofoten. Þangað hef ég líka komið. Stórkostlegt svæði! Eitt af myndaalbúmunum á bloggsíðunni minni sýnir nokkur skot þaðan. Gaman væri að sjá eitthvað úr þinni ferð, jafnvel þó að það séu bara þorskveiðar

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 20:05

12 identicon

 Sæll Ásgeir!

Hvar er hægt að kaupa þessa sögu í bókarformi?

Ég er búin að leita útum allt en engin kannast við að sagan sé komin út.

Takka annars fyrir skemmtunina!

Karolina (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 19:04

13 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Anna: vona að þú hafir eitthvað gaman að lestrinum. Ég er sjálfur búinn að finna nokkrar stafsetningavillur og sérkennilegheit á víð og dreif um söguna en hef ekki haft orku í að leggjast í leiðréttingar enn.

Karolina: Gaman að vita að þú hafðir gaman að lestrinum. Það er EKKI hægt að kaupa söguna í bókarformi. Hún var skrifurð í rauntíma á netinu og ætluð til birtingar þar. Hinsvegar eru 2 útgefendur búnir að tala við mig um möguleikann á að fá að gefa bókina út og framhaldið, en ég hef ekki enn tekið afstöðu til þess.

Ásgeir Rúnar Helgason, 16.8.2007 kl. 20:20

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sé að þú ert að byrja að hafa tíma fyrir bloggið á ný. Það verður gaman að fá nýjar greinar og pistla frá þér. Vona að þú sért í góðum gír.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 23:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband