21.11.2007 | 08:21
Lesbókin hafnar grein um samtal um fíkn?
Bloggvinur minn Benedikt Halldórsson manar í athugasemd á mínu bloggi til að .....sálfræðingar ættu að reyna að eiga samtal við þjóðina ef svo má að orði komast, vera virkir í allri umræðu..... Mikið er ég sammála Benedikt. Það var m.a. þess vegna sem ég skrifaði pistla hér á blogginu um samtal um fíkn og skrifaði síðan grein uppúr pistlunum sem ég sendi til Lesbókar Morgunblaðsins. Lesbókin var hinsvegar fljót að hafna greininni (tók ca. 10 mín. að fá neikvætt svar). Ég hef skrifað ótal greinar gegnum árin fyrir dagblöð og tímarit, m.a. nokkrar fyrir Lesbókina t.a.m. langar greinar um drauma og aðra um kynlíf. Miðað við fyrri greinar sem ég hef birt í Lesbókinni þá er þessi líklega betri og allavega samfélagslega mikilvægari. Greinin er líka aðgengilega upp sett og skrifuð á mannamáli, án óþarfra fræðilegra skrautyrða. Það kom því mjög flatt uppá mig að greininni skyldi hafnað? Ef það er ekki hlutverk fjölmiðla að stuðla að vitrænni umræðu um jafn mikilvægt mál og fíkn, þá veit ég ekki hvaða tilgangi þeir þjóna?
Sterkt verkjalyf veldur dauðsföllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Birtu hana bara hérna, og við bloggvinir dreifum henni á milli okkar.
Þröstur Unnar, 21.11.2007 kl. 09:38
Greinum er stundum hafnað af undarlegust ástæðum. Ég veit dæmi þess að minngargrein var hafnað af Mogganum vegna þess að konan sem skrifaði hana sagði að sú staðreynd að sér hefði verið nauðgað og systir hennar fengið krabbamein (sem hún dó af) hefði fært þær nær hvor annarri. Ritstjóra minningargreina fannst ósmekklegt að nota orðið nauðgun í minningargrein og neitaði að birta.
Steingerður Steinarsdóttir, 21.11.2007 kl. 10:57
Þröstur: Það getur vel verið að það verði þrautalendingin.
Steingerður: Vinur minn sem vinnur í alkóhólbransanum heima var með þá kenningu að mótstaða fjölmiðla viða að birta grein eins og þessa lægi í því að meðferðarnálgunin er önnur en sú sem SÁÁ vinnur eftir. Mér þykir það samt all ótrúlegt að Lesbókin taki afstöðu til greina á þeim grundvelli. Geri frekar ráð fyrir því að ritstjórnarstefna Lesbókarinnar sé slík að greinar sem þessi eigi ekki uppá pallborðið. En það þykir mér miður!
Ásgeir Rúnar Helgason, 21.11.2007 kl. 12:17
Ásgeir Fréttablaðið hefur meiri útbreiðslu en Morgunblaðið. Datt í hug að benda þér á það, því er dreift á næstum öll heimili í landinu.
En hins vegar er mbl.is lesið mest held ég. Veit samt ekki með aðsendar greinar þar/hér, hvað þær eru mikið lesnar.
Ragnhildur Jónsdóttir, 22.11.2007 kl. 11:03