4.12.2007 | 23:16
Alkóhólsími opnaður
Nýlaga opnaði sænska heilbrigðisþjónustan Áfengissíma (Alkohollinjen), meðferð fyrir fólk sem hefur áhyggjur af því að áfengisneyslan sé að fara úr böndunum. Einnig er boðið uppá stuðning við aðstandendur. Þjónustan er ókeypis fyrir viðskiptavininn. Undirritaður er ábyrgur fyrir þróun meðferðarinnar og vísindalegu mati á árangri þjónustuunnar.
Meðferðin er byggð á hugrænni atferlismeðferð og hvetjandi samtalstækni (motivational interviewing) og þeir sem svara í símann er fólk með mikla reynslu og menntun á þessu sviði.
Engir stimplar eins og alkóhólisti eru notaðir í samskiptum við skjólstæðinga.Allir sem hringja eru skráðir í tölvuvædda meðferðarskrá (sumir vilja kalla það sjúkraskrá) sem er hönnuð með það í huga að skapa samfellu í meðferð þ.e. að ólíkir meðferðaraðilar þurfa ekki að endurtaka sömu spurningarnar, heldur sjá strax á skjánum hvað átti sér stað í síðasta samtali og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.
Þetta er sem sagt EKKI stuðningssími (eins og AA bíður uppá heima sem er í sjálfu sér gott mál) heldur MEÐFERÐ í gegnum síma!
Gaman væri að opna afleggjara heima á Íslandi!
Tólf ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En áhugavert. Er komið vísindalegt mat á þessa þjónustu? Virkar aðferðin án þess að hittast augliti til auglitis? Er ekki hætta á að fólkið sem hefur samband sé ekki nógu heiðarlegt þar sem erfitt er að "lesa" það? Eða virkar það akkúrat öfugt þ.e. það þorir að láta allt flakka af því að það sér ekki viðmælandann? Að minnsta kosti mjög áhugavert meðferðarúrræði! Hvað segja sérfræðingar hér á Íslandi?
Sigga Hjólína, 4.12.2007 kl. 23:33
Sæl Sigríður!
Já við erum með kerfisbundið vísindamat á þjónustunni. Þetta er svo nýlega opnað að það eru ekki komnir nem rétt tæplega 500 neytendur inní kerfið (man ekki fjölda aðstandenda í skrifaðri stundu). Við munum fylgja fólkinu eftir í 1-2 ár svo það mun líða einhver tími þar til við getum lagt marktækar niðurstöður á borðið.
Einmitt núna er nemi að skrifa MA ritgerð sem byggir á greiningu AUDIT svara og þróun kerfis fyrir endurhringingar. Annar læknanemi er að gera innihaldgreiningu á tölvuvæddu sjúkraskýrslunum til að þróa þær áfram = kategorísera svörin svo hægt sé að einfalda skráninguna t.d. hvaða markmið setur fólk sér? (hætta alveg, minka magn hverju sinni, hætta að drekka í miðri viku o.s.f.).
Við munum svo gera árangursmat útfrá tveim forsendum =
1) Sjáum við minnkun á AUDIT punktum yfir tíma?
2) Nær fólk þeim markmiðum sem það setur?
Í upphafi vorum við hrædd um að flestir myndu vilja vera nafnlausir (en öllum stendur það til boða) en það myndi gera árangursmat svo til ómögulegt.
Staðreyndin er hinsvegar sú að þegar líður á samtalið eru um 7 af 10 tilbúin til að segja til nafns. Vandinn sem við þurfum að leysa (og mastersneminn er að vinna í) er að fínna kerfi þar sem við getum haft samband við skjólstæðinginn án þess að aðrir komist í málið.
Ásgeir Rúnar Helgason, 5.12.2007 kl. 08:35
Innlitskvett og kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 21:23
Áhugaverð tilraun, sem virðist geta skilað sér, þótt erfitt verði að mæla það. Hver veit t.d. hvenær símtal forðaði manneskju frá því að falla alveg? Það verður aldrei mælt en er mikils virði. Ótti fólks við söfnun persónuupplýsinga má ekki verða til þess að þetta gangi ekki, enda er þess eflaust gætt. Gott mál!!!
Ívar Pálsson, 7.12.2007 kl. 20:11
Sæll Ívar!
Við vorum upphaflega óróleg yfir að flestir myndu vilja nýta sé þann möguleika að gefa ekki upp nafn. Sem myndi gera árangursmat erfitt, ef ekki ómögulegt.
Hinsvegar er reynslan önnur. Um það bil sjö af tíu velja að gefa upp nafn og vilja að við höfum samband til að athuga hvernig það hafi gengið að breyta neysluvenjunum.
Þetta er líklega vegna þess að við notum Motivational Interviewing aðferðina.
Held ég?
Auðvita gætum við 100% persónuleyndar = enginn kemst í okkar skýrslur nema að skjólstæðingurinn veiti til þess skriflegt leyfi.
Ásgeir Rúnar Helgason, 7.12.2007 kl. 22:14