24.1.2008 | 16:38
Kynlífspistlar - pistill 2: Getuleysi
Orðið getuleysi (impotence) er vandræða orð sem erfitt er að skilgreina. Í fræðunum hefur hugtakið eretile disfunction þ.e. stinningarvandamál því rutt sér til rúms á seinni árum. Vandamálið er bara að þetta eru tvö ólík hugtök þegar betur er að gáð. Stinningarvandamál vísar til glíðandi skal meðan getuleysi vísar til ákveðins ástands þegar stinning er of slök til að hægt sé að stunda hefðbundnar samfarir án hjálpartækja eða lyfja. Ég vel því að nota bæði hugtökin.
-------------------------------------------------------------------------------------------
Í mínum skrifum nota ég orðið stinningarvandamál sem safnheiti yfir allt sem hefur neikvæð áhrif á limstífni. Orðið getuleysi nota ég eingöngu yfir visst líkamlegt ástand sem gerir viðkomandi líffræðilega ókleift að ná limstífni sem dugar til samfara. Getuleysi er því stinningarvandamál sem er af líkamlegum toga og það alvarlegt að ekki er lengur hægt að stunda samfarir án hjálpartækja eða lyfja. Það er því hægt er að upplifa stinningarvandamál á því stigi að viðkomandi getur ekki stundað samfarir án þess að um sé að ræða getuleysi í mínum skilningi. Vandamál sem eiga rætur sínar í t.d. kynlífsfælni, trú, almennum kvíðaröskunum, neysluvenjum o.fl. Slík vandamál eru best meðhöndluð með sálfræðilegum aðferðum, en stinningarlyf geta líka hjálpað.
--------------------------------------------------------------------------------------------
Öruggasta leiðin til að skilgreina/sjúkdómsgreina getuleysi er að nota litla tölvu (sjá mynd) sem fest er við lærið meðan maðurinn sefur. Tvær lykkjur eru tengdar við tippið og tölvan skráir allar breytingar á limstífni í draumsvefni. Lesið er úr útskrift tölvunnar eftir 3 nætur og þróaðar hafa verið kríteríur til að greina limstífni sem talin er nægjanleg til samfara. Ef limurinn virkar í draumsvefni en ekki í vöku, er nokkuð víst að stinningarvandamálið á sér sálrænar, félagslegar eða trúarlegar rætur. Margir hafa reynt að þróa spurningar til að greina líffræðilegt getuleysi, meðal annars undirritaður. Slíkar spurningar eru því miður ekki nægjanlega næmar til að greina líffræðilegt getuleysi frá sálfræðilegum stinningarvandamálum. Þó geta þær greint nokkuð örugglega þá sem ekki eru getulausir og hafa þannig allmikið gildi í rannsóknum.
-----------------------------------------------------------------------------------------
Skurðaðgerð við staðbundnu krabbameini í blöðruhálskirtli leiðir í flestum tilvikum til getuleysis. Lyfin geta hjálpað ef skurðlæknirinn hefur skilið eftir heila taugaþræði niður í tippið.
Margar milljónir ríkissmokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Facebook
Athugasemdir
Ég var nú eiginlega spenntust yfir fréttatengingu kvöldsins með pistli.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 20:48
Já, þessi tenging var nú frekar hallærisleg og meinlaus :-)
Ásgeir Rúnar Helgason, 24.1.2008 kl. 21:04
Vinsamlegast sýnið þolinmæði!
Þið sem hafið sent mér e-póst með persónulegum spurningum verðið að sýna smá þolinmæði. Ég reyni að svara öllum en ég vil gera það vel. Ég hef nú fengið 9 e-pósta bara útaf Getuleysisgreininni og á eftir að svara 4 frá greininni um þurrt sáðlát.
Svörin koma um helgina.
Kveðja: Ásgeir R.
Ásgeir Rúnar Helgason, 25.1.2008 kl. 11:09
Jóna Ingibjörg: Að greina á milli líffræðilegs og sálfræðilegs impotens er stundum mikilvægt í mínu starfi. Hér á Karolinska eru t.d. framkvæmdar aðgerðir þar sem komið er fyrir prótesum í lim og vökvapumpu í pung. Slíkar aðgerðir eru aðeins framkvæmdar ef um er að ræða líffræðilegan impotence.
Það er líka tímaeyðsla að setja mann í sálfræðilega meðferð gegn ristrufnunum ef vandamálið er líffræðilegt. Spurningar um t.d. morgunstand hafa því miður ekki mjög hátt sensitivity ef þær eru bornar saman við mælingar með hjálp tölvu en eru þó betri en ekki neitt. Ef þú hefur áhuga, þá birti ég grein um þetta fyrir nokkrum árum =
Helgason ÁR, Arver S, Adolfsson J, Dickman P, Granath F, Steineck G. Potency - validation of self-administered questionnaire information with an objective measure of night-time erections and test-retest reliability. Br. J. Urol. 1997: 81:135-141.Annars er ég svo sem sammála þér í að orðið getuleysi er vandræða orð, en eitthvað verður að kalla það "cut-off" þegar ristruflunin er á því stigi að samfarir eru ekki lengur mögulegar.
Ég fer ekki ofan af því að það þarf að greina á milli sálfræðilegra og líffræðilegra ristruflana, þó það sé auðvita þannig að líffræðilegar ristruflanir valda sálfræðilegum komplikasjónum sem geta krafist sálfræðilegrar meðferðar. Það er hinsvegar langsótt að halda að sálfræðilegar komplíkasjónir eins og kynlífsfælni leiði til líffræðilegar vandamála.
Ásgeir Rúnar Helgason, 26.1.2008 kl. 09:35
OK!
Spjöllum um þetta heima við tækifæri:
Ég er á Klakanum síðustu vikuna í febrúar.
Ásgeir Rúnar Helgason, 26.1.2008 kl. 23:40
Frábært að sjá að fagfólk meldar sig saman til þess að bera saman bækur!
Ég er sammála Jónu um að orðalagið "getuleysi" er allt í senn, villandi, niðrandi og rangnefni á því sem viðkemur stinningarvandamálum. Einfaldlega vegna þess að þrátt fyrir stinningarörðugleika getur mjög fullnægjandi kynlíf átt sér stað (svolítið stofnanalega orðað).
Ég þekki hins vegar ekki til þess að nokkur Íslendingur hafi skoðað sálrænan þátt karlennskunnar jafn einbeitt og Ásgeir.
Víðir Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 12:08